Harmageddon

Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina

Frosti Logason skrifar
Listamannahópurinn Shades of Reykjavík frumsýndi um helgina nýtt myndband. Sýningin fór fram í hjólabrettagarðinum Wonderland sem er staðsettur í Kristjaníu í Kaupmannahöfn.

Útgáfu myndbandsins var auðvitað vel tekið þar, en á sama tíma var haldin hin árlega Marijuana March hátíð, sem fór fram um allann hinn upplýsta heim á laugardaginn síðasta.

Strákarnir í Shades of Reykjavik munu næst spila á Secret Solstice tónlistarhátiðinni þann 20. -23. júní næstkomandi.

„Við ætlum að koma saman, rokka sviðið, mála bæinn fjólubláan og njóta lífsins.“ segir Arnar Guðni, einn af forsprökkum hópsins í samtali við Harmageddon.

Myndbandið er eitursvalt eins og flest allt sem hópurinn hefur sent frá sér og má sjá það hér að neðan. Í því sést í tvo af meðlimum sveitarinnar, þá Prins Puffin og Maximus. Lagið er próduserað af Arnari Guðna Jónssyni en hann sá líka um klippingu myndbandsins. Martin Gaslenica sá um upptöku og eftirvinnslu.








×