Flott svæði og fallegir urriðar Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2014 20:35 Eitt af best geymdu leyndarmálum fluguveiðimanna á norðurlandi eru svæðin við Hraun og Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal en þau hafa fengið frekar litla kynningu hingað til. Stangaveiðifélag Akureyrar hefur þessi svæði í umboðssölu og eru laus leyfi þegar komin á vefinn hjá SVAK. Svæðin eru sérstaklega skemmtileg fluguveiðisvæði með breiðum og litlum straumbugum þar sem gjarnan má hitta á urriða í ætileit en mjög auðvelt er að sjá fiskinn á breiðunum þegar hann kemur upp í fluguna. Svæðið er stórt og þar sem það eru aðeins tvær stangir á hvoru svæði er rúmt um veiðimenn og feykinóg af stöðum til að velja úr. Algeng stærð á urriðanum er 2-4 pund en inn á milli má þo sjá stærri fiska. í byrjun tímabilsins er algengast að nota straumflugur en þegar líður á fara litlar púpur og þurrflugur að gefa best enda er fiskurinn þá kominn í nægt æti og verður oft sérstaklega vandfýsinn á agn. Þá er um að gera að skipta oft um flugu eða skoða vel hvaða fluga er að klekjast út á yfirborðinu og finna eina í boxinu sem líkist henni best. Verðið á leyfunum er mjög gott eða 4.400 kr á stöng fyrir hálfann dag. Veiði hefst á þessum svæðum 2. júní og það er oft besti tíminn þó svo að veiðin sé að öllu jöfnu góð allt tímabilið. Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Eitt af best geymdu leyndarmálum fluguveiðimanna á norðurlandi eru svæðin við Hraun og Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal en þau hafa fengið frekar litla kynningu hingað til. Stangaveiðifélag Akureyrar hefur þessi svæði í umboðssölu og eru laus leyfi þegar komin á vefinn hjá SVAK. Svæðin eru sérstaklega skemmtileg fluguveiðisvæði með breiðum og litlum straumbugum þar sem gjarnan má hitta á urriða í ætileit en mjög auðvelt er að sjá fiskinn á breiðunum þegar hann kemur upp í fluguna. Svæðið er stórt og þar sem það eru aðeins tvær stangir á hvoru svæði er rúmt um veiðimenn og feykinóg af stöðum til að velja úr. Algeng stærð á urriðanum er 2-4 pund en inn á milli má þo sjá stærri fiska. í byrjun tímabilsins er algengast að nota straumflugur en þegar líður á fara litlar púpur og þurrflugur að gefa best enda er fiskurinn þá kominn í nægt æti og verður oft sérstaklega vandfýsinn á agn. Þá er um að gera að skipta oft um flugu eða skoða vel hvaða fluga er að klekjast út á yfirborðinu og finna eina í boxinu sem líkist henni best. Verðið á leyfunum er mjög gott eða 4.400 kr á stöng fyrir hálfann dag. Veiði hefst á þessum svæðum 2. júní og það er oft besti tíminn þó svo að veiðin sé að öllu jöfnu góð allt tímabilið.
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði