Harmageddon

BDSM - hjartnæm reynslusaga

Katrín og Anna Tara skrifar
Kynlegir kvistir ræddu nýlega við Magnús, formann BDSM á Íslandi. Viðtalið má hlusta á hér. BDSM stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni og sadómasókisma. Magnús segir BDSM vera hugtak sem nær yfir mjög margt. Flestir sem stunda BDSM kalla það ekki BDSM heldur til dæmis kinky” kynlíf. Helsti munurinn er sá að þegar fólk ákveður að stunda BDSM þá þarf að ræða skýrar reglur og samþykki. Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka sín fyrstu skref í BDSM þarf helst að hafa í huga samþykki, að læra á sjálfan sig og að læra á hinn eða hina aðilana.Fólk getur haft til dæmis mikinn áhuga á bindingum en engan áhuga á sársauka eða öfugt. Fyrir aðra geta sumir leikir haft þau áhrif að þau ná ákveðnu hugarástandi í ætt við hugleiðslu, segir Magnús. Eitt af markmiðum félagsins er fræðsla því eina fræðsluefnið sem er aðgengilegt á netinu er klám sem gefur mjög ranga mynd af BDSM. BDSM á Íslandi heldur námskeið í ýmsum grunnþáttum svo sem hvernig á að haga sér, hvað þarf að hafa í huga, hvernig á að slá og með hverju, í hvaða samhengi og fleiri öryggisatriði. Þau hafa nú þegar haldið námskeið sem heita 101 bindingar og 101 flengingar.Sigríður, ein af meðlimum BDSM á Íslandi sagði Kynlegum kvistum frá því hvernig BDSM hefði haft góð áhrif á líf sitt og hjónaband. Hún segir ástæðuna vera að það sé nauðsynlegt að skoða sjálfan sig, hvað manni líkar og hvað ekki og að það geti einungis verið jákvætt. Sigríður áttaði sig á því að hún hefði áhuga á BDSM og hitti stelpu sem fræddi hana nánar um málið. Seinna var henni boðið í leikpartý þar sem hún var aðeins áhorfandi en ekki þátttakandi. Henni þótti þetta aðeins of mikið en lokaði þó ekki huganum fyrir BDSM. Næst fór hún á svokölluð munch” sem eru kaffihúsahittingar þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra og spjallar um allt milli himins og jarðar. Manninum hennar Sigríðar var þó ekki kunnugt um áhuga hennar á BDSM þó þau væru búin að vera saman í 12 ár. Hún ræddi þau mál við kunningja á munch” kvöldunum og fékk ávallt þau ráð að hún ætti ekki að fara á bakvið manninn sinn með þennan áhuga. Hún kveið því að ræða áhuga sinn á BDSM við maka sinn og bjó sig undir að það gæti leitt til skilnaðar. Hins vegar kom í ljós að maki hennar hafði einnig haft áhuga á BDSM en ekki þorað að ræða þau mál við hana. Þau endurheimtu spennu í sambandið og nú er hann mun meiri áhugamaður um BDSM en Sigríður og býr jafnvel til heimatilbúin leikföng.Að mati Sigríðar getur BDSM stundum skapað mikla nánd þar sem mikið traust þarf að ríkja milli tveggja einstaklinga. Hún bætir við að hún klæði sig einnig upp og njóti þess að vera kynþokkafull á sinn hátt. Til séu ýmsir leikir sem hún hafi ekki áhuga á en að hún sé þó ekki haldin neinum fordómu gagnvart þeim. Viðtalið má nálgast hér.Facebook síðu Kynlegra kvista má nálgast hér.Facebook síðu BDSM á Íslandi má nálgast hér.

Tengd skjöl


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.