Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Anna Tara skrifar 8. apríl 2014 12:53 Loksins, loksins er komið nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum en internetið logaði þegar þær gáfu út sitt síðasta myndband „Reykjavíkurdætur“ í desember. Í þetta skiptið komu ellefu rappettur saman og sömdu þær hver sína texta við takt frá Gnusa Yones. Þar sem upptökuverið er lítið ákváðu þær að fara þangað í þremur hópum til að taka upp nýja lagið. Að lokum varð til lagið „Fiesta“. Helena Harsita Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson sáu um framleiðslu myndbandsins. Þar sem Reykjavíkurdætur eru orðnar fleiri munu þær héðan í frá skipta lögunum á milli sín og má því eiga von á fleiri lögum fljótlega frá rappettunum. Þeir sem vilja fylgjast nánar með Reykjavíkurdætrum geta gert það á facebook síðu þeirra hér. Þegar Reykjavíkurdætur fara í viðtöl reyna spyrjendur oft að skapa til vandræða innan hópsins með engum árangri. Þvílík og önnur eins ást hefur varla sést í einum hópi. Þær hafa ávallt hvatt hverja aðra áfram og ætli það sé ekki lykillinn að þeim töfrum sem urðu til. Eitt er ljóst, konur eru konum bestar. Reykjavíkurdætur er: (í þeirri röð sem þær birtast í myndbandinu)Valdis SteinarsdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirÞórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirSteinunn JónsdóttirSigurlaug Sara GunnarsdóttirSolveig PálsdóttirBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirTinna Sverrisdóttir Harmageddon Mest lesið Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Sannleikurinn: Erill hjá lögreglu vegna Furby leikfanga Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon
Loksins, loksins er komið nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum en internetið logaði þegar þær gáfu út sitt síðasta myndband „Reykjavíkurdætur“ í desember. Í þetta skiptið komu ellefu rappettur saman og sömdu þær hver sína texta við takt frá Gnusa Yones. Þar sem upptökuverið er lítið ákváðu þær að fara þangað í þremur hópum til að taka upp nýja lagið. Að lokum varð til lagið „Fiesta“. Helena Harsita Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson sáu um framleiðslu myndbandsins. Þar sem Reykjavíkurdætur eru orðnar fleiri munu þær héðan í frá skipta lögunum á milli sín og má því eiga von á fleiri lögum fljótlega frá rappettunum. Þeir sem vilja fylgjast nánar með Reykjavíkurdætrum geta gert það á facebook síðu þeirra hér. Þegar Reykjavíkurdætur fara í viðtöl reyna spyrjendur oft að skapa til vandræða innan hópsins með engum árangri. Þvílík og önnur eins ást hefur varla sést í einum hópi. Þær hafa ávallt hvatt hverja aðra áfram og ætli það sé ekki lykillinn að þeim töfrum sem urðu til. Eitt er ljóst, konur eru konum bestar. Reykjavíkurdætur er: (í þeirri röð sem þær birtast í myndbandinu)Valdis SteinarsdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirÞórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirSteinunn JónsdóttirSigurlaug Sara GunnarsdóttirSolveig PálsdóttirBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirTinna Sverrisdóttir
Harmageddon Mest lesið Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Sannleikurinn: Erill hjá lögreglu vegna Furby leikfanga Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon
„Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon
„Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon