Hildur: Búin að eyða alltof mörgum klukkutímum í svekkelsi og fýlu Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:34 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/ÓskarÓ Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira