Hildur: Búin að eyða alltof mörgum klukkutímum í svekkelsi og fýlu Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:34 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/ÓskarÓ Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira