Harmageddon

„Örn Bárður er einhver versta auglýsing fyrir Jesú Krist“

Andri Þór Sturluson skrifar
Örn Bárður, prestur í Neskirkju.
Örn Bárður, prestur í Neskirkju.

Örn Bárður, prestur í Neskirkju, segir þau 300 ungmenni sem valið hafa að fermast borgaralega hjá Siðmennt sparka í Jesú í predikun sinni seinasta sunnudag.

Hann er ósáttur við að þeim „fjölgar sem sækja í eftirlíkingar af kirkjulegum athöfnum í nafni trúleysis eða heiðindóms,“ og segir hugmyndafræði húmanista og trúleysingja stuðla að þjóðskipulagi líkt og reynt var í „tvígang á liðinni öld í Evrópu og líka í Asíu en með skelfilegum árangri.“

Hann er opinber starfsmaður, á háum launum, að bera út fordóma og gera lítið úr fólki sem les ekki sömu bók og hann.

Umræður um þetta í Harmageddon hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.