Harmageddon

„Þeir sleppa aðal sannleikanum“

Andri Þór Sturluson skrifar
Frosti Sigurjonsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Frosti Sigurjonsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Öll spjót hafa beinst að Frosta Sigurjónssyni, formanni efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, seinustu daga. Hann mætti í Harmageddon og útskýrði fyrir okkur frískuldamark, bankaskatt og gjörðir sínar. „Það er svolítið sérkennilegt að verið sé að ásaka ríkisstjórnina um að hygla MP banka, það er eiginlega bara þveröfugt. Það er eins og þeir hafi verið skildir eftir einir af þessum litlu bönkum og látnir borga.“

Spurður út í þá mynd sem búið er að mála í fjölmiðlum undanfarið segir Frosti að ekki hafi verið að hygla einum né neinum. „Það hefur verið dreginn upp skrýtin mynd af þessu og mikið lagt upp úr því að menn séu tengdir forsetisráðherranum... og allskonar tengsl dregin upp.“

Tengslin er hægt að útskýra með því að þetta er bara lítið land og spurður út í fréttaflutning Stöðvar 2 í gær segir Frosti fréttastofu sleppa alveg aðal sannleikanum.

Viðtal við Frosta er hér.








×