KIF Kolding mætir Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar á morgun en undanúrslitaleikirnir fóru fram í dag.
Kolding vann nokkuð öruggan sigur á Midtjylljand, 29-20, eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik, 13-8. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, er þjálfari KIF Kolding.
Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Bjerringbro/Silkeborg hafði svo betur gegn GOG, 21-18, eftir spennandi leik. Snorri Steinn Guðjónsson leikur með síðarnefnda liðinu.
Úrslitaleikurinn fer fram í Árósum á morgun klukkan 15.00.
Aron í bikarúrslitin í Danmörku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti



