Fjögurra ára í fitusog Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki. Mig hafði óað fyrir því að hafa ofan af fyrir þeim klukkutímum saman í bílnum. Með þessu keypti ég mér stundarfrið. Tölvuhangs barna er þó ekki alltaf vel séð. Hver kannast ekki við umræðuna um áhrif ofbeldisleikja á unga og ómótaða huga? Ég á erfitt með að leggja mat á þau áhrif. Þegar ég var krakki snerust tölvuleikir í mesta lagi um að frelsa górillu úr búri og passa sig á krókódílum á leiðinni, eða hreyfa litla stiku upp og niður og passa að litli depillinn hitti ekki í mark. Dídd, dídd, dídd, heyrðist á meðan. Leikjaveröld nútímans er mér einfaldlega framandi. Er þetta nokkuð „ljótur“ leikur? spyr ég stundum þegar krakkarnir virðast í miklum ham við skjáinn. Með „ljótum“ leik á ég yfirleitt við hvort verið sé að drepa einhvern. Drápsleikir eru nefnilega sívinsælir og þó ég hafi ekki „drepið“ marga í tölvuheimum þegar ég var krakki, hef ég þónokkur „mannslíf“ á samviskunni eftir æsilega byssubófaleiki í denn. Ekki það að ég hafi alltaf verið að „drepa“ fólk. Ég lék mér líka með Barbí og dúkkulísur sem töldust til saklausari leikja en byssó. Eða hvað? Er dúkkulísuleikurinn, pappírsstúlka á nærfötum sem hægt var að máta á mismunandi föt, forveri vafasamra leikja sem vinsælir eru í dag? Á Vísi las ég frétt í gær um tölvuleiki fyrir ung börn. Ekki nóg með að leikirnir séu illilega kynjaskiptir, það er punt og pjatt fyrir stúlkur, þrautir og hugsun fyrir drengi, heldur hefur í alvörunni verið búinn til fegrunaraðgerðaleikur sem snýst um fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur! Ég held að ég þurfi að endurskoða alvarlega hvað ég kalla „ljótan“ leik í tölvunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór
Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki. Mig hafði óað fyrir því að hafa ofan af fyrir þeim klukkutímum saman í bílnum. Með þessu keypti ég mér stundarfrið. Tölvuhangs barna er þó ekki alltaf vel séð. Hver kannast ekki við umræðuna um áhrif ofbeldisleikja á unga og ómótaða huga? Ég á erfitt með að leggja mat á þau áhrif. Þegar ég var krakki snerust tölvuleikir í mesta lagi um að frelsa górillu úr búri og passa sig á krókódílum á leiðinni, eða hreyfa litla stiku upp og niður og passa að litli depillinn hitti ekki í mark. Dídd, dídd, dídd, heyrðist á meðan. Leikjaveröld nútímans er mér einfaldlega framandi. Er þetta nokkuð „ljótur“ leikur? spyr ég stundum þegar krakkarnir virðast í miklum ham við skjáinn. Með „ljótum“ leik á ég yfirleitt við hvort verið sé að drepa einhvern. Drápsleikir eru nefnilega sívinsælir og þó ég hafi ekki „drepið“ marga í tölvuheimum þegar ég var krakki, hef ég þónokkur „mannslíf“ á samviskunni eftir æsilega byssubófaleiki í denn. Ekki það að ég hafi alltaf verið að „drepa“ fólk. Ég lék mér líka með Barbí og dúkkulísur sem töldust til saklausari leikja en byssó. Eða hvað? Er dúkkulísuleikurinn, pappírsstúlka á nærfötum sem hægt var að máta á mismunandi föt, forveri vafasamra leikja sem vinsælir eru í dag? Á Vísi las ég frétt í gær um tölvuleiki fyrir ung börn. Ekki nóg með að leikirnir séu illilega kynjaskiptir, það er punt og pjatt fyrir stúlkur, þrautir og hugsun fyrir drengi, heldur hefur í alvörunni verið búinn til fegrunaraðgerðaleikur sem snýst um fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur! Ég held að ég þurfi að endurskoða alvarlega hvað ég kalla „ljótan“ leik í tölvunni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun