Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 07:30 Alfreð Gíslason bregður á leik. Vísir/Getty Fögnuður leikmanna Kiel var rosalegur þegar þeir áttuðu sig að þeir höfðu unnið upp sjö marka forskot Rhein-Neckar Löwen og tryggt sér þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var að gera lið að þýskum meisturum í sjötta sinn á ferlinum en sjónvarpsmyndirnar sýndu hann varla trúa þessu fyrr en allir leikmenn og starfsmenn Kiel voru farnir að hoppa um í stjórnlausri gleði allt í kringum hann. Alfreð Gíslason átti ekki síður stórleik en leikmennirnir hans í fjórtán marka sigri á Füchse Berlin. Alfreð var á milljón á hliðarlínunni allan leikinn og það rann af honum svitinn í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hann var búinn að skrifa enn einn kaflann í titlabók sína og það á tímabili þegar hver stórstjarnan á fætur annarri yfirgaf Kiel.Guðjón Valur kyssir hér bikarinn.Vísir/GettyÁ sama tíma og leikmenn Kiel-liðsins voru búnir að brjóta niður alla mótstöðu hjá lærisveinum Dags Sigurðssonar fóru strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar algjörlega á taugum á lokakafla síns leiks. Alexander Petersson kom Ljónunum átta mörkum yfir, 32-24, þegar sautján mínútur voru eftir en í stað þess að hlaupa yfir Gummersbach-liðið á lokakaflanum fór allt í baklás og Guðmundur þurfti að horfa upp á sína menn skjóta markvörð Gummersbach í stuð. Í lokin munaði aðeins fimm mörkum, 40-35, en átta marka munur hefði dugað. Endasprettur Kiel fær sinn sess í sögubókunum. „Þetta er sögulegt og einstakt,“ sagði Alfreð Gíslason í sjónvarpsviðtali eftir leik. „Ég hef aldrei upplifað svona og satt að segja þá bjóst ég aldrei við þessu. Ég hélt að síðasta markið þeirra hefði farið með þetta en ég er ótrúlega stoltur af liðinu sem gaf allt,“ sagði Alfreð við Sport 1.Vísir/GettyAlfreð náði nú að vinna þrjú ár í röð, fyrstur íslenskra þjálfara, og um leið hjálpaði hann Aroni Pálmarssyni að bæta sitt met því Aron er eini íslenski handboltamaðurinn sem hefur orðið þýskur meistari þrjú ár í röð. Með í för eins og í fyrra var Guðjón Valur Sigurðsson, sem var einnig að vinna meistaratitil þriðja árið í röð, tveir þeir síðustu komu með Kiel en þann fyrsta vann hann í Danmörku með AG vorið 2012. Sigur Kiel er magnað afrek hjá Alfreð á þessu „millibilsári“ eftir að liðið missti heimsklassaleikmennina Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Momir Ilic og Marcus Ahlm. „Það er ótrúlegt að ná þessu þrátt fyrir þennan missi. Frá því að við töpuðum fyrir Löwen þá höfum við spilað stórkostlega vörn og verið í miklum ham,“ er haft eftir Guðjóni Val í staðarblaðinu í Kiel. Alfreð var strax farinn að hugsa um næsta verkefni um næstu helgi og setti sínum mönnum strangar reglur. Hann leyfði bara tvo bjóra á mann í stuttri sigurhátíð í miðbæ Kiel og skipulagði æfingu fyrir hádegi daginn eftir. Undirbúningurinn fyrir Meistaradeildina hófst því strax. „Ef menn hefðu farið að fagna núna þá ættum við enga möguleika á því að vinna um næstu helgi,“ sagði Alfreð.Vísir/GettyFlestir Þýskalandsmeistaratitlar Íslendinga:Íslenskir þjálfarar6 - Alfreð Gíslason með Magdeburg 2001 með Kiel 2009, 2010, 2012, 2013, 20141 - Jóhann Ingi Gunnarsson með Essen 1987Íslenskir leikmenn4 - Aron Pálmarsson með Kiel 2010, 2012, 2013, 20142- Alfreð Gíslason með Essen 1986, 19872 - Guðjón Valur Sigurðsson með Kiel 2013, 20141 - Axel Axelsson með Dankersen 19771 - Ólafur H. Jónsson með Dankersen 19771 - Kristján Arason með Gummersbach 19881 - Ólafur Stefánsson með Magdeburg 2001 Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Fögnuður leikmanna Kiel var rosalegur þegar þeir áttuðu sig að þeir höfðu unnið upp sjö marka forskot Rhein-Neckar Löwen og tryggt sér þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var að gera lið að þýskum meisturum í sjötta sinn á ferlinum en sjónvarpsmyndirnar sýndu hann varla trúa þessu fyrr en allir leikmenn og starfsmenn Kiel voru farnir að hoppa um í stjórnlausri gleði allt í kringum hann. Alfreð Gíslason átti ekki síður stórleik en leikmennirnir hans í fjórtán marka sigri á Füchse Berlin. Alfreð var á milljón á hliðarlínunni allan leikinn og það rann af honum svitinn í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hann var búinn að skrifa enn einn kaflann í titlabók sína og það á tímabili þegar hver stórstjarnan á fætur annarri yfirgaf Kiel.Guðjón Valur kyssir hér bikarinn.Vísir/GettyÁ sama tíma og leikmenn Kiel-liðsins voru búnir að brjóta niður alla mótstöðu hjá lærisveinum Dags Sigurðssonar fóru strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar algjörlega á taugum á lokakafla síns leiks. Alexander Petersson kom Ljónunum átta mörkum yfir, 32-24, þegar sautján mínútur voru eftir en í stað þess að hlaupa yfir Gummersbach-liðið á lokakaflanum fór allt í baklás og Guðmundur þurfti að horfa upp á sína menn skjóta markvörð Gummersbach í stuð. Í lokin munaði aðeins fimm mörkum, 40-35, en átta marka munur hefði dugað. Endasprettur Kiel fær sinn sess í sögubókunum. „Þetta er sögulegt og einstakt,“ sagði Alfreð Gíslason í sjónvarpsviðtali eftir leik. „Ég hef aldrei upplifað svona og satt að segja þá bjóst ég aldrei við þessu. Ég hélt að síðasta markið þeirra hefði farið með þetta en ég er ótrúlega stoltur af liðinu sem gaf allt,“ sagði Alfreð við Sport 1.Vísir/GettyAlfreð náði nú að vinna þrjú ár í röð, fyrstur íslenskra þjálfara, og um leið hjálpaði hann Aroni Pálmarssyni að bæta sitt met því Aron er eini íslenski handboltamaðurinn sem hefur orðið þýskur meistari þrjú ár í röð. Með í för eins og í fyrra var Guðjón Valur Sigurðsson, sem var einnig að vinna meistaratitil þriðja árið í röð, tveir þeir síðustu komu með Kiel en þann fyrsta vann hann í Danmörku með AG vorið 2012. Sigur Kiel er magnað afrek hjá Alfreð á þessu „millibilsári“ eftir að liðið missti heimsklassaleikmennina Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Momir Ilic og Marcus Ahlm. „Það er ótrúlegt að ná þessu þrátt fyrir þennan missi. Frá því að við töpuðum fyrir Löwen þá höfum við spilað stórkostlega vörn og verið í miklum ham,“ er haft eftir Guðjóni Val í staðarblaðinu í Kiel. Alfreð var strax farinn að hugsa um næsta verkefni um næstu helgi og setti sínum mönnum strangar reglur. Hann leyfði bara tvo bjóra á mann í stuttri sigurhátíð í miðbæ Kiel og skipulagði æfingu fyrir hádegi daginn eftir. Undirbúningurinn fyrir Meistaradeildina hófst því strax. „Ef menn hefðu farið að fagna núna þá ættum við enga möguleika á því að vinna um næstu helgi,“ sagði Alfreð.Vísir/GettyFlestir Þýskalandsmeistaratitlar Íslendinga:Íslenskir þjálfarar6 - Alfreð Gíslason með Magdeburg 2001 með Kiel 2009, 2010, 2012, 2013, 20141 - Jóhann Ingi Gunnarsson með Essen 1987Íslenskir leikmenn4 - Aron Pálmarsson með Kiel 2010, 2012, 2013, 20142- Alfreð Gíslason með Essen 1986, 19872 - Guðjón Valur Sigurðsson með Kiel 2013, 20141 - Axel Axelsson með Dankersen 19771 - Ólafur H. Jónsson með Dankersen 19771 - Kristján Arason með Gummersbach 19881 - Ólafur Stefánsson með Magdeburg 2001
Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni