Bætti sig bæði í handbolta og heimilisstörfunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Birna Berg Haraldsdóttir fagnar hér til hægri titlinum með Sävehof. Mynd/Úr einkasafn Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna. Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna.
Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira