Útvarpsbarinn opnaði á föstdag en 17 þáttagerðarmenn frá Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi og Íslandi taka þátt í útsendingunni, þeirra á meðal Huw Stephens einn þekktasti plötusnúður Breta, Orri Freyr frá X-inu og Ametist frá P3 í Svíþjóð sem er þekktust fyrir hip hop þætti sína. Hún bauð Blaz Roca í þáttinn hjá sér sem kom öllum á óvart og frumflutti nýtt lag með miklum látum.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá útvarpsbarnum hér.
