CAI Zaragoza lagði FIATC Joventut x á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Á sama tíma tapaði CB Valladolid x fyrir UCAM Murcia á útivelli.
Jón Arnór lék 21 mínútu fyrir Zaragoza og skoraði 6 stig auk þess að taka eitt frákast.
Zaragoza er í sjötta sæti deildinnar með fjóra sigra í sjö leikjum. en Joventut er með þrjá sigra í sjö leikjum.
Hörður Axel Vilhjálmsson lék í sex og hálfa mínútu fyrir botnlið Valladolid og lét ekkert að sér kveða í sóknarleiknum.
Valladolid hefur aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum í deildinni en Murcia hefur unnið þrjá og tapað fjórum og er um miðja deild.
CAI Zaragoza aftur á sigurbraut
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
