Handbolti

Anton og Hlynur eru varadómarar í dag

Dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu ekki dæma á HM í dag en verða aftur á móti til taks á hliðarlínunni.

Þeir verða varadómarar á öllum leikjum C-riðils í dag. Þá mætast Slóvenía og Hvíta-Rússland, Sádi Arabía og Suður-Kórea og loks Pólland og Serbía.

Þeir félagar eru þegar búnir að dæma þrjá leiki á mótinu til þessa og staðið sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×