Handbolti

Þægilegt hjá Spánverjum á móti Egyptum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Spánverjar unnu öruggan og þægilegan sigur á Egyptum, 29-24, í öðrum leik sínum á HM í handbolta á Spáni og hafa því fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spánn og Króatía eru bæði með fjögur stig og Ungverjar bætast væntanlega í hópinn á eftir enda eiga þeir leik á móti Ástralíu seinna í kvöld.

Sigur Spánverja var aldrei í hættu í kvöld þótt að í lokin hafi aðeins munað fimm mörkum á liðunum. Egyptar áttu ágætan endasprett í leiknum og náðu að laga stöðuna í lokin. Gestgjafarnir eru gríðarlega sterkir og til alls líklegir á mótinu.

Spánverjar breyttu stöðunni úr 9-8 í 14-8 á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks og voru síðan 16-11 yfir í hálfleik.

Spænska liðið náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleik en Egyptar unnu síðustu fjórar mínútur leiksins 4-1.

Valero Rivera, sonur þjálfarans, skoraði sex mörk fyrir Spán og Albert Rocas var með fimm mörk. Ahmed Mostafa skoraði fimm mörk fyrir Egyptaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×