Það verður mikið skorið niður í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2013 07:15 Hlynur segir að félagið verði að setja sér ný markmið í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á liðinu. fréttablaðið/valli „Þeir hafa víst verið að draga lappirnar með að borga reikninga,“ segir Hlynur Bæringsson, leikmaður sænska liðsins Sundsvall Dragons, en greint var frá því í gær að félagið væri í miklum fjárhagsvandræðum. Jakob Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson leika einnig með félaginu. Forsvarsmenn sænska félagsins hafa þrjá mánuði til stefnu til þess að koma fjárhagnum á gott ról. Annars fær liðið ekki þátttökurétt í deild þeirra bestu í Svíþjóð á næstu leiktíð. „Verði einhverjar útistandandi skuldir þá verður umsókninni um keppnisleyfi hafnað,“ segir Mats Carlson, forseti sænska körfuknattleikssambandsins við staðarblaðið í Sundsvall. Félagið hefur gert samning við bæjaryfirvöld í Sundsvall um útleigu á íþróttahöll félagsins. Reiknað er með að félagið fái jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna í gegnum þann samning. Skuldir félagsins eru þó taldar nema um fjórfaldri þeirri upphæð. „Við leikmenn höfum aðeins fundið fyrir þessum vandræðum en samt ekkert til að tala um. Þeir skulda mér ekki neitt en stundum munar einhverjum dögum hvenær laun koma inn. Það er algengt í þessum bransa.“ Hlynur segir að félagið hafi misst sterka styrktaraðila og það sé aðalástæðan fyrir þessum vandræðum. „Þeir eru að fara að spara mikið og ég held að það verði mikið skorið niður í vetur,“ segir Hlynur en einn besti leikmaður liðsins, Alex Wesby, er þegar farinn frá félaginu til að laga fjárhaginn. „Það er mikið högg fyrir félagið að hann sé farinn. Hann er búinn að vera hérna í sex ár og er líklega besti leikmaður deildarinnar. Einn af þeim hið minnsta. Þar er samt sparnaður fyrir félagið. Svo fór annar Kani fyrr og svo hefði þriðji átt að koma. Það er því í raun og veru verið að skera niður þrjá leikmenn sem áttu að koma.“ Þrátt fyrir þetta áfall og að yfirvofandi sé enn meiri niðurskurður eru leikmenn félagsins rólegir. „Mórallinn er góður í klefanum. Þetta verður öðruvísi áskorun núna og við erum ekki líklegir í að verða meistarar. Væntingarnar verða eðlilega minni en við ætluðum okkur titilinn. Það er samt sigurhugsun í liðinu og við teljum okkur geta unnið alla,“ segir Hlynur og bætir við að félagið verði bara að setja sér ný markmið en liðið er í fjórða sæti í dag. „Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagið. Liðið réttir sig af og rífur ímyndina upp. Það er ekki bara titillinn sem skiptir máli. Það er að njóta þess að spila allt árið. Það er hægt að gera margt jákvætt þó svo það komi ekki titill.“ Ef allt færi á versta veg þá sér Hlynur það ekki í spilunum að hann kæmi heim til þess að spila. „Það eru afar litlar líkur á því að ég kæmi heim ef ég þyrfti að finna mér nýtt félag. Það yrði ekki fyrsti valkostur. Auðvitað hugsar maður samt um það enda er þetta ekki fyrsta íþróttafélagið sem lendir í vandræðum. Félagið segir samt að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Félagið sé ekki á leið á hausinn. Ég verð að trúa því þar til annað kemur í ljós.“ Körfubolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
„Þeir hafa víst verið að draga lappirnar með að borga reikninga,“ segir Hlynur Bæringsson, leikmaður sænska liðsins Sundsvall Dragons, en greint var frá því í gær að félagið væri í miklum fjárhagsvandræðum. Jakob Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson leika einnig með félaginu. Forsvarsmenn sænska félagsins hafa þrjá mánuði til stefnu til þess að koma fjárhagnum á gott ról. Annars fær liðið ekki þátttökurétt í deild þeirra bestu í Svíþjóð á næstu leiktíð. „Verði einhverjar útistandandi skuldir þá verður umsókninni um keppnisleyfi hafnað,“ segir Mats Carlson, forseti sænska körfuknattleikssambandsins við staðarblaðið í Sundsvall. Félagið hefur gert samning við bæjaryfirvöld í Sundsvall um útleigu á íþróttahöll félagsins. Reiknað er með að félagið fái jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna í gegnum þann samning. Skuldir félagsins eru þó taldar nema um fjórfaldri þeirri upphæð. „Við leikmenn höfum aðeins fundið fyrir þessum vandræðum en samt ekkert til að tala um. Þeir skulda mér ekki neitt en stundum munar einhverjum dögum hvenær laun koma inn. Það er algengt í þessum bransa.“ Hlynur segir að félagið hafi misst sterka styrktaraðila og það sé aðalástæðan fyrir þessum vandræðum. „Þeir eru að fara að spara mikið og ég held að það verði mikið skorið niður í vetur,“ segir Hlynur en einn besti leikmaður liðsins, Alex Wesby, er þegar farinn frá félaginu til að laga fjárhaginn. „Það er mikið högg fyrir félagið að hann sé farinn. Hann er búinn að vera hérna í sex ár og er líklega besti leikmaður deildarinnar. Einn af þeim hið minnsta. Þar er samt sparnaður fyrir félagið. Svo fór annar Kani fyrr og svo hefði þriðji átt að koma. Það er því í raun og veru verið að skera niður þrjá leikmenn sem áttu að koma.“ Þrátt fyrir þetta áfall og að yfirvofandi sé enn meiri niðurskurður eru leikmenn félagsins rólegir. „Mórallinn er góður í klefanum. Þetta verður öðruvísi áskorun núna og við erum ekki líklegir í að verða meistarar. Væntingarnar verða eðlilega minni en við ætluðum okkur titilinn. Það er samt sigurhugsun í liðinu og við teljum okkur geta unnið alla,“ segir Hlynur og bætir við að félagið verði bara að setja sér ný markmið en liðið er í fjórða sæti í dag. „Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagið. Liðið réttir sig af og rífur ímyndina upp. Það er ekki bara titillinn sem skiptir máli. Það er að njóta þess að spila allt árið. Það er hægt að gera margt jákvætt þó svo það komi ekki titill.“ Ef allt færi á versta veg þá sér Hlynur það ekki í spilunum að hann kæmi heim til þess að spila. „Það eru afar litlar líkur á því að ég kæmi heim ef ég þyrfti að finna mér nýtt félag. Það yrði ekki fyrsti valkostur. Auðvitað hugsar maður samt um það enda er þetta ekki fyrsta íþróttafélagið sem lendir í vandræðum. Félagið segir samt að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Félagið sé ekki á leið á hausinn. Ég verð að trúa því þar til annað kemur í ljós.“
Körfubolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira