Borvéla-blús Halldór Halldórsson skrifar 20. júní 2013 11:15 Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun
Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun