Ævintýraþráin enn til staðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 07:00 Hlynur í leik með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann tók flest fráköst allra leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur eða 10,2 að meðaltali. Hann er líka í hópi 20 hæstu leikmanna deildarinnar í stigaskorun (14,4) og stoðsendingum (3,3). Hann var með framlagsstuðullinn 21,5 sem er sá næsthæsti í deildinni.fréttablaðið/valli Hlynur Bæringsson var í vikunni valinn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en hann er ásamt Jakobi Erni Sigurðssyni lykilmaður í deildarmeistaraliði Sundsvall. Hlynur stendur í ströngu með liði sínu þessa dagana en í gærkvöldi tapaði liðið gegn Södertalje Kings í fjórða leik liðanna í úrslitum deildarinnar. Södertalje leiðir þar með einvígi liðanna, 3-1, og getur tryggt sér meistaratitilinn í næsta leik. Hlynur og félagar í Sundsvall eru þó þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu, sérstaklega í nýju landi og ég hef ekkert nema gott að segja um það,“ sagði Hlynur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur er á sínu þriðja tímabili í Svíþjóð og stefnir nú á að vinna meistaratitilinn aftur sem liðið vann fyrir tveimur árum. En þessa nafnbót hafði hann aldrei hlotið áður. Hann og Jakob Örn Sigurðarson hafa báðir verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin ár. „Þetta hefur verið einhver vitleysa hin árin,“ sagði hann í léttum dúr. „Annars held ég að varnarleikurinn sé svipaður hjá mér nú og áður. Hann hefur alltaf verið stór þáttur af mínum leik. Ég held þó að ég sé ekki með stærra varnarhlutverk en aðrir í liðinu enda reynum við að sinna varnarvinnunni saman. Við erum duglegir að víxla og oft endum við leiki á að verjast öðrum mönnum en við byrjuðum á.“Aldrei vesen á okkur Sundsvall varð deildarmeistari í vor með talsverðum yfirburðum og segir Hlynur að tímabilið hafi gengið vonum framar. „Við tókum til dæmis þrettán sigurleiki í röð og þetta rann mjög þægilega í gegn. Við vorum heppnir með Kana sem pössuðu vel inn í liðið okkar. Það var því eiginlega aldrei neitt vesen á okkur,“ segir Hlynur. Sundsvall lenti ekki í vandræðum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hafði svo betur gegn Pavel Ermolinskij og félögum í Norrköping í undanúrslitunum. Hann segir að Sundsvall og Södertälje séu með tvö bestu lið deildarinnar í ár. „Södertälje er með mjög taktískt sterkt lið og lang agaðastir af þeim liðum sem við höfum spilað við í vetur. Það er mikil harka í þessu liði og þeir eru fljótir að brjóta. Það er allt öðruvísi að spila við þá en öll önnur lið í deildinni.“Kann vel við öryggið Hlynur segir að sér líki vel við lífið í Sundsvall utan körfuboltans og bæði sér og fjölskyldu sinni líði eins og þau séu heima hjá sér. „Auðvitað söknum við ættingja og vina á Íslandi en okkur líður mjög vel hér. Við þekkjum orðið allt hérna og svo skemmir ekki fyrir að liðinu hefur gengið mjög vel.“ Hlynur á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið og sér því ekki fram á að söðla um á næstunni. Hann viðurkennir þó að hann sé opinn fyrir öllu. „Stundum langar manni í nýja áskorun. Ævintýraþráin er enn til staðar. Það eru kostir og gallar við öryggið því inn á milli væri maður til í að vera frjáls og prófa eitthvað nýtt. En yfirleitt er ég nú mjög sáttur við að hafa öryggið,“ segir Hlynur. „Ég á kannski enn eitthvað eftir þegar að þessum samningi lýkur.“ Þarf að byggja upp stöðugleikaFyrir stuttu var tilkynnt að Peter Öqvist yrði áfram landsliðsþjálfari Íslands en hann er einnig þjálfari Sundsvall og hefur verið undanfarin ár. „Það var rökrétt framhald mála enda þurfa lið sem ætla að ná árangri að byggja upp stöðugleika,“ segir Hlynur Bæringsson. „Ég er reyndar lítið að hugsa um landsliðið núna en það eru vonandi spennandi tímar fram undan þar. Þetta lofar góðu.“ Öqvist er með lausan samning hjá Sundsvall og óvíst hvort hann verði áfram þar. „Hann er búinn að vera hér í tíu ár og er spenntur fyrir því að prófa sig í sterkari deild.“ Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Hlynur Bæringsson var í vikunni valinn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en hann er ásamt Jakobi Erni Sigurðssyni lykilmaður í deildarmeistaraliði Sundsvall. Hlynur stendur í ströngu með liði sínu þessa dagana en í gærkvöldi tapaði liðið gegn Södertalje Kings í fjórða leik liðanna í úrslitum deildarinnar. Södertalje leiðir þar með einvígi liðanna, 3-1, og getur tryggt sér meistaratitilinn í næsta leik. Hlynur og félagar í Sundsvall eru þó þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu, sérstaklega í nýju landi og ég hef ekkert nema gott að segja um það,“ sagði Hlynur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur er á sínu þriðja tímabili í Svíþjóð og stefnir nú á að vinna meistaratitilinn aftur sem liðið vann fyrir tveimur árum. En þessa nafnbót hafði hann aldrei hlotið áður. Hann og Jakob Örn Sigurðarson hafa báðir verið í lykilhlutverki hjá liðinu undanfarin ár. „Þetta hefur verið einhver vitleysa hin árin,“ sagði hann í léttum dúr. „Annars held ég að varnarleikurinn sé svipaður hjá mér nú og áður. Hann hefur alltaf verið stór þáttur af mínum leik. Ég held þó að ég sé ekki með stærra varnarhlutverk en aðrir í liðinu enda reynum við að sinna varnarvinnunni saman. Við erum duglegir að víxla og oft endum við leiki á að verjast öðrum mönnum en við byrjuðum á.“Aldrei vesen á okkur Sundsvall varð deildarmeistari í vor með talsverðum yfirburðum og segir Hlynur að tímabilið hafi gengið vonum framar. „Við tókum til dæmis þrettán sigurleiki í röð og þetta rann mjög þægilega í gegn. Við vorum heppnir með Kana sem pössuðu vel inn í liðið okkar. Það var því eiginlega aldrei neitt vesen á okkur,“ segir Hlynur. Sundsvall lenti ekki í vandræðum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hafði svo betur gegn Pavel Ermolinskij og félögum í Norrköping í undanúrslitunum. Hann segir að Sundsvall og Södertälje séu með tvö bestu lið deildarinnar í ár. „Södertälje er með mjög taktískt sterkt lið og lang agaðastir af þeim liðum sem við höfum spilað við í vetur. Það er mikil harka í þessu liði og þeir eru fljótir að brjóta. Það er allt öðruvísi að spila við þá en öll önnur lið í deildinni.“Kann vel við öryggið Hlynur segir að sér líki vel við lífið í Sundsvall utan körfuboltans og bæði sér og fjölskyldu sinni líði eins og þau séu heima hjá sér. „Auðvitað söknum við ættingja og vina á Íslandi en okkur líður mjög vel hér. Við þekkjum orðið allt hérna og svo skemmir ekki fyrir að liðinu hefur gengið mjög vel.“ Hlynur á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið og sér því ekki fram á að söðla um á næstunni. Hann viðurkennir þó að hann sé opinn fyrir öllu. „Stundum langar manni í nýja áskorun. Ævintýraþráin er enn til staðar. Það eru kostir og gallar við öryggið því inn á milli væri maður til í að vera frjáls og prófa eitthvað nýtt. En yfirleitt er ég nú mjög sáttur við að hafa öryggið,“ segir Hlynur. „Ég á kannski enn eitthvað eftir þegar að þessum samningi lýkur.“ Þarf að byggja upp stöðugleikaFyrir stuttu var tilkynnt að Peter Öqvist yrði áfram landsliðsþjálfari Íslands en hann er einnig þjálfari Sundsvall og hefur verið undanfarin ár. „Það var rökrétt framhald mála enda þurfa lið sem ætla að ná árangri að byggja upp stöðugleika,“ segir Hlynur Bæringsson. „Ég er reyndar lítið að hugsa um landsliðið núna en það eru vonandi spennandi tímar fram undan þar. Þetta lofar góðu.“ Öqvist er með lausan samning hjá Sundsvall og óvíst hvort hann verði áfram þar. „Hann er búinn að vera hér í tíu ár og er spenntur fyrir því að prófa sig í sterkari deild.“
Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti