Skorið niður að slagæð lögreglu Mikael Torfason skrifar 25. mars 2013 06:00 Verkefni ríkisvaldsins númer eitt er stundum sagt vera að tryggja öryggi borgaranna. Til þess þurfum við öfluga lögreglu. Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneytisins kemur fram að niðurskurður hjá lögreglu síðustu ár er óhugnanlega nálægt slagæð. Samkvæmt skýrslunni, sem rædd var á Alþingi í síðustu viku, þarf lögreglan 14 milljarða aukalega næstu fjögur árin, 3,5 milljarða á ári. Niðurskurður síðustu ára nemur 2,8 milljörðum samkvæmt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, fullyrti í Fréttablaðinu um helgina að skýrslan væri eitthvert mesta framfaraspor sem stigið hefði verið í skipulagningu löggæslumála síðustu ár, ef ekki áratugi. „Það eru í raun allir sammála um niðurstöðurnar, hverjar svo sem efndirnar verða síðan," sagði Snorri í Fréttablaðinu og hann er skiljanlega varkár því niðurskurður síðustu ára sýnir að löggæslumál mæta oft afgangi. Það virðist auðvelt að skera niður hjá lögreglu því fyrir okkur flest er málaflokkurinn ekki áþreifanlegur. Við notum öll velferðarþjónustu og menntakerfi en það er sjaldan sem maður stendur sig að því að hringja í lögregluna. Við hins vegar ættum öll að vera meðvituð um að aldrei hefur verið jafn mikilvægt og nú að efla lögregluna. Hingað til lands eru komin erlend glæpagengi sem fest hafa rætur. Glæpirnir verða sífellt skipulagðari og óhugnanlegri. Við þurfum nauðsynlega á sýnilegri og öflugri löggæslu að halda. Í fyrrnefndri skýrslu kemur einmitt fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um tæplega 60 á ári næstu fjögur árin. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 303 lögreglumenn en þeim verður að fjölga um 78 næstu fjögur árin samkvæmt skýrslunni. Þessar tölur eru sláandi og segja okkur að við höfum gengið of langt í að skera niður fé til lögreglu. Ögmundur óskar eftir því að þingið myndi um það samstöðu á næstu árum að verja umtalsverðum fjárhæðum í að styrkja löggæsluna: „Til að reisa hana að nýju þannig að hún standi eigi verr að vígi en fyrir hrun, og gott betur," sagði Ögmundur í Fréttablaðinu á laugardag og það er óskandi að ný ríkisstjórn muni taka undir með honum. Ef hins vegar ekkert verður að gert og niðurstaða skýrslunnar hundsuð horfum við fram á skelfingarástand. Lögreglan er of fáliðuð. Ekki bara í Reykjavík heldur um allt land. Hún getur illa sinnt skyldum sínum þótt einstaka lögreglumenn eigi hrós skilið fyrir að skila góðri vinnu í erfiðu árferði. Löggæsla á Íslandi hefur oft verið afgangsstærð. Við höfum stundum staðið okkur að því að flissa þegar talað er af alvöru um lögregluna. Af því að okkur finnst við stundum svo smá og glæpirnir okkar svo léttvægir. Það ku vera rétt að einu sinni nægði okkur að senda Sæma rokk til að róa niður partí en í dag mætti Sæmi sín lítils í partíi með harðsvíruðum glæpaklíkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun
Verkefni ríkisvaldsins númer eitt er stundum sagt vera að tryggja öryggi borgaranna. Til þess þurfum við öfluga lögreglu. Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneytisins kemur fram að niðurskurður hjá lögreglu síðustu ár er óhugnanlega nálægt slagæð. Samkvæmt skýrslunni, sem rædd var á Alþingi í síðustu viku, þarf lögreglan 14 milljarða aukalega næstu fjögur árin, 3,5 milljarða á ári. Niðurskurður síðustu ára nemur 2,8 milljörðum samkvæmt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, fullyrti í Fréttablaðinu um helgina að skýrslan væri eitthvert mesta framfaraspor sem stigið hefði verið í skipulagningu löggæslumála síðustu ár, ef ekki áratugi. „Það eru í raun allir sammála um niðurstöðurnar, hverjar svo sem efndirnar verða síðan," sagði Snorri í Fréttablaðinu og hann er skiljanlega varkár því niðurskurður síðustu ára sýnir að löggæslumál mæta oft afgangi. Það virðist auðvelt að skera niður hjá lögreglu því fyrir okkur flest er málaflokkurinn ekki áþreifanlegur. Við notum öll velferðarþjónustu og menntakerfi en það er sjaldan sem maður stendur sig að því að hringja í lögregluna. Við hins vegar ættum öll að vera meðvituð um að aldrei hefur verið jafn mikilvægt og nú að efla lögregluna. Hingað til lands eru komin erlend glæpagengi sem fest hafa rætur. Glæpirnir verða sífellt skipulagðari og óhugnanlegri. Við þurfum nauðsynlega á sýnilegri og öflugri löggæslu að halda. Í fyrrnefndri skýrslu kemur einmitt fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um tæplega 60 á ári næstu fjögur árin. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 303 lögreglumenn en þeim verður að fjölga um 78 næstu fjögur árin samkvæmt skýrslunni. Þessar tölur eru sláandi og segja okkur að við höfum gengið of langt í að skera niður fé til lögreglu. Ögmundur óskar eftir því að þingið myndi um það samstöðu á næstu árum að verja umtalsverðum fjárhæðum í að styrkja löggæsluna: „Til að reisa hana að nýju þannig að hún standi eigi verr að vígi en fyrir hrun, og gott betur," sagði Ögmundur í Fréttablaðinu á laugardag og það er óskandi að ný ríkisstjórn muni taka undir með honum. Ef hins vegar ekkert verður að gert og niðurstaða skýrslunnar hundsuð horfum við fram á skelfingarástand. Lögreglan er of fáliðuð. Ekki bara í Reykjavík heldur um allt land. Hún getur illa sinnt skyldum sínum þótt einstaka lögreglumenn eigi hrós skilið fyrir að skila góðri vinnu í erfiðu árferði. Löggæsla á Íslandi hefur oft verið afgangsstærð. Við höfum stundum staðið okkur að því að flissa þegar talað er af alvöru um lögregluna. Af því að okkur finnst við stundum svo smá og glæpirnir okkar svo léttvægir. Það ku vera rétt að einu sinni nægði okkur að senda Sæma rokk til að róa niður partí en í dag mætti Sæmi sín lítils í partíi með harðsvíruðum glæpaklíkum.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun