Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig og tók 12 fráköst er Sundsvall Dragons tapaði 94-76 gegn Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Heimamenn stóðu í Solna fram í fjórða leikhluta. Þá leiddu Víkingarnir með sex stigum en slátruðu Drekunum 19-7 síðustu tíu mínúturnar og unnu 18 stiga sigur.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 9 stig og Ægir Þór Steinarsson tvö stig. Drekarnir eru með 50 prósent vinningshlutfall, sex sigra og sex töp, um miðja deild. Víkingarnir komust upp að hlið Drekanna með sigrinum í kvöld.
Hrun í fjórða leikhluta hjá Drekunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
