Handbolti

Ljónin hans Guðmundar í banastuði

Alexander Petersson.
Alexander Petersson.
Alexander Petersson lék vel og skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem valtaði yfir Gummersbach, 36-22.

Stefán Rafn Sigurmannsson, sem er nýbúinn að framlengja samningi sínum við Löwen, komst ekki á blað enda spiltími hans afar takmarkaður.

Löwen, sem er þjálfað af Guðmundi Guðmundssyni, er í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg.

Drengir Erlings Richardssonar í austurríska liðinu Westwien unnu öruggan sogur á HC Linz, 33-18. Westwien er í þriðja sæti deildarinnar og Bregenz, lið Geirs Sveinssonar, er í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×