Handbolti

Ilic yfirgefur Alfreð

Mimor Ilic.
Mimor Ilic.
Löngu og farsælu samstarfi Serbans Momir Ilic og Alfreðs Gíslasonar lýkur í sumar en þá mun hann ganga í raðir ungverska liðsins Veszprem frá Kiel.

Hinn 31 árs gamli Ilic hefur skrifað undir þriggja ára samning við ungverska liðið sem tapaði naumlega gegn Kiel í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar um helgina.

Alfreð fékk Ilic til Gummersbach á sínum tíma þar sem hann blómstraði undir stjórn Akureyringsins. Alfreð tók hann síðan með sér til Kiel þar sem Ilic hefur verið í lykilhlutverki hjá frábæru liði Kiel.

Guðmundur Guðmundsson reyndi að fá Ilic til Rhein-Neckar Löwen en leikmaðurinn valdi að fara til Veszprem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×