Handbolti

Arnór Þór með fimm í sigri Bergischer

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson Mynd. / Getty Images.
Arnór Þór Gunnarsson átti fínan leik í sigri Bergischer á Saarlouis, 33-32, í þýsku 2. Deildinni í handknattleik en Arnór skoraði fimm mörk.

Arnór gerði síðasta mark leiksins og því sigurmarkið. Bergischer hafði þriggja marka forskot þegar lítið var eftir en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum tíma og settu spennu í leikinn.

Bergischer er í öðru sæti 2. deildarinnar með 40 stig en aðeins munar tveimur stigum á þeim og efsta liði deildarinnar Emsdeetten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×