Handbolti

Naumur sigur Guif og sárt tap hjá Kristianstad eftir vítakeppni

Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu Guif jöfnuðu metin í 1-1 í rimmunni gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar. Guif vann þá eins marks sigur, 27-26.

Heimir Óli Heimisson skoraði 4 mörk fyrir Guif í kvöld og Haukur Andrésson 3.

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu í vítakeppni gegn Alingsås. Tvær framlengingar dugðu ekki til að fá fram úrslit og taugar Kristianstad brustu í vítakeppninni.

Staðan í einvígi liðanna er 1-1. Ólafur skoraði aðeins eitt mark í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×