Ólæsi Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Fyrir rúmum hundrað árum var það kappsmál að sem flestir kynnu að lesa. Auðvitað er það enn svo, en nú spyr ég: er þörfin jafn mikil nú og hún var þá? Ég vil að við einskorðum okkur við menntakerfishugtakið „að lesa sér til gagns“, en stór hluti barna, einkum drengja, hefur samkvæmt nýlegum könnunum ekki hæfileikann til þess. Við erum sem sagt ekki að tala um að geta lesið einstök orð eins og „háspenna/lífshætta“ utan á spennustöðum eða „sápa“ utan á sápuflöskum. Ástandið er ekki svo slæmt að þegnar framtíðarinnar muni ótt og títt fá raflost og drekka sápu. Hugtakið snýr fremur að því að geta nært fróðleiksfýsn sína með lestri og að geta látið texta hverfa með sig inn í heim skáldskapar. Í dag höfum við mikið framboð af öðru sem mætir þessum þörfum. Sumt hentar jafnvel betur en lestur. Það er léttara að læra að blanda mojito af myndbandi heldur en með skrifuðum leiðbeiningum. Það er líka léttara og fljótlegra að setja sig í spor sjóræningja með því að spila tölvuleikinn Assassin's Creed IV: Black Flag heldur en að lesa Gulleyjuna eftir Robert Louis Stevenson. Við ættum öll, einkum umsjónarmenn menntakerfisins, að horfast í augu við þá staðreynd að myndbönd, tölvuleikir og skýringarteikningar munu sífellt verða stærri hluti af skilningsvökum okkar. Þeir sem eru ekki sammála því munu aldrei leysa vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Já.Vandamálið. Því þrátt fyrir allt sem sagt er hér að ofan þá er það vandamál ef fólk getur ekki lesið sér til gagns því lestur er ótilviksbundin miðlun upplýsinga. Það þýðir að texti tryggir þér sjálfstæðari og óháðari sýn gagnvart viðfangsefninu en til dæmis kennslumyndbönd. Texti miðlar djúpum og alltumlykjandi tilfinningum eins og samúð betur og útskýrir hárnákvæm og flókin hugtök, þar sem misskilnings má ekki gæta, oftast einnig betur. Þess vegna verða lög og reglur líklega alltaf í textaformi. Ef þið skiljið ekki hvað ég á við, þá bendi ég ykkur á að taka PISA-könnunina og skoða útkomuna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Fyrir rúmum hundrað árum var það kappsmál að sem flestir kynnu að lesa. Auðvitað er það enn svo, en nú spyr ég: er þörfin jafn mikil nú og hún var þá? Ég vil að við einskorðum okkur við menntakerfishugtakið „að lesa sér til gagns“, en stór hluti barna, einkum drengja, hefur samkvæmt nýlegum könnunum ekki hæfileikann til þess. Við erum sem sagt ekki að tala um að geta lesið einstök orð eins og „háspenna/lífshætta“ utan á spennustöðum eða „sápa“ utan á sápuflöskum. Ástandið er ekki svo slæmt að þegnar framtíðarinnar muni ótt og títt fá raflost og drekka sápu. Hugtakið snýr fremur að því að geta nært fróðleiksfýsn sína með lestri og að geta látið texta hverfa með sig inn í heim skáldskapar. Í dag höfum við mikið framboð af öðru sem mætir þessum þörfum. Sumt hentar jafnvel betur en lestur. Það er léttara að læra að blanda mojito af myndbandi heldur en með skrifuðum leiðbeiningum. Það er líka léttara og fljótlegra að setja sig í spor sjóræningja með því að spila tölvuleikinn Assassin's Creed IV: Black Flag heldur en að lesa Gulleyjuna eftir Robert Louis Stevenson. Við ættum öll, einkum umsjónarmenn menntakerfisins, að horfast í augu við þá staðreynd að myndbönd, tölvuleikir og skýringarteikningar munu sífellt verða stærri hluti af skilningsvökum okkar. Þeir sem eru ekki sammála því munu aldrei leysa vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Já.Vandamálið. Því þrátt fyrir allt sem sagt er hér að ofan þá er það vandamál ef fólk getur ekki lesið sér til gagns því lestur er ótilviksbundin miðlun upplýsinga. Það þýðir að texti tryggir þér sjálfstæðari og óháðari sýn gagnvart viðfangsefninu en til dæmis kennslumyndbönd. Texti miðlar djúpum og alltumlykjandi tilfinningum eins og samúð betur og útskýrir hárnákvæm og flókin hugtök, þar sem misskilnings má ekki gæta, oftast einnig betur. Þess vegna verða lög og reglur líklega alltaf í textaformi. Ef þið skiljið ekki hvað ég á við, þá bendi ég ykkur á að taka PISA-könnunina og skoða útkomuna!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun