Handbolti

Kielce flaug inn í undanúrslit með stæl

Þórir á ferðinni með Kielce.
Þórir á ferðinni með Kielce.
Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Kielce valtaði þá yfir makedónska liðið Metalurg, 26-15, og komst í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Það voru mikil átök í fyrri hálfleik og jafnt á með liðunum framan af. Lokakaflinn var þó betri hjá heimamönnum sem leiddu með fjórum mörkum, 12-8, í hálfleik og komust í afar vænlega stöðu.

Leikmenn Metalurg voru bugaðir í hálfleik. Sóknarleikurinn var í molum og hann var brunarústir einar í þeim síðari.

Leikmenn Kielce slógu ekki slöku við og hreinlega keyrðu yfir gestina í síðari hálfleik. Þeir settu þess utan í lás og Metalurg skoraði aðeins 15 mörk í leiknum en það er náttúrulega bara neyðarlegt.

Þórir Ólafsson spilaði síðustu tólf mínútur leiksins. Hann skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Michal Jurecki langbesti leikmaður Kielce í leiknum en hann skoraði átta frábær mörk.  Naumce Mojsovski skástur í liði Metalurg með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×