Arnór Þór Gunnarsson var markahæstu í íslenska liðinu gegn Síle í dag með sjö mörk. Ísland vann sautján marka sigur, 38-21.
„Mér leið mjög vel í dag," sagði Arnór við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag en hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu í stað Þóris Ólafssonar.
„Þegar Aron þjálfari sagði mér að ég myndi byrja fékk ég fiðring í magann, enda fyrsta stórmótið mitt. En það kom mikil tilhlökkun líka."
„Það er alltaf gaman að skora en fyrst og fremst að vera í íslenska landsliðinu. Það hefur verið minn draumur síðan ég var lítill. Sá draumur er að rætast núna."
„Ég stefni svo auðvitað að því að halda sæti mínu í liðinu eins lengi og ég get - alltaf."
Arnór Þór: Fékk fiðring í magann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar