Mitt Ísland og hitt Ísland Saga Garðarsdóttir skrifar 29. apríl 2013 08:00 Þegar þessi pistill er skrifaður eiga kosningar til Alþingis 2013 eftir að fara fram. Þegar þú hins vegar lest þessi orð eru þær afstaðnar og ný ríkistjórn yfirvofandi. Mig grunar sterklega, byggt bæði á skoðanakönnunum og reynslu minni af kosningum, að það sé ekki sú ríkistjórn sem ég kaus mér eða óska helst. Sem mér finnst vægast sagt hvimleitt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég upplifi að vera á öndverðum meiði við þorra þjóðarinnar. Ég valdi ekki forsetann okkar, ég botna ekkert í áhangendum Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokksins og mér finnst lagið „Ég á líf“ í skásta falli kvalafullt. Ef ég hins vegar ber skoðanir mínar saman við yfirlýsingar vina minna á internetinu, umræður við fjölskylduborðið og í vinnunni sé ég að ég er hreint ekki ein, sem er ágætis hughreysting. Þannig er ég samdauna nærumhverfi mínu og það mér. En veruleiki minn og minna er ekki allra og skoðanir minna nánustu endurspegla á engan hátt skoðanir eða vilja meirihluta þjóðarinnar. Mitt Ísland vill hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem gilti fyrir hrun í orði og á borði, þráir jöfnuð og réttlátt samfélag, setur náttúruna alltaf ofar tímabundnum efnahagslegum ávinningum og finnst Sigmundur Davíð frekar mikill lúði. Hitt Ísland kýs annað. Þessi gjá veldur því stundum að mér finnst ég ekki eiga neitt sameiginlegt með stórum hluta samlanda minna því snertifletir okkar virðast ekki breiðari en svo að líklega förum við öll að minnsta kosti einu sinni í Kringluna fyrir jólin. Það er þó ekki þar með sagt að ég geti skráð mig úr samfélaginu, dæmt það og fyrirlitið eða kallað eflaust ágætis menn lúða. Þannig batnar ekkert og okkur mun aldrei takast að senda gott lag í Eurovision. Þess í stað ætla ég að fagna því að búa í samfélagi þar sem öndverðar skoðanir fá að þrífast og vona að ákvarðanir á nýju Alþingi muni felast í að komast að bestu mögulegu niðurstöðu. Því samfélag er samtal en ekki keppni í að þröngva sínu fram og stundum verður maður að gefa eftir til að geta verið saman. Þannig breikkar mitt Ísland og hitt Ísland og okkar Ísland stækkar. Ég hef samt enga trú á því að Framsókn geti efnt loforð sín stórslysalaust og ég mun aldrei sætta mig við stóriðjustefnu hennar. En ég er ekki búin að gefa samtalið upp á bátinn. Ég geri meira gagn með afstöðu en sem óvirkur fýlupoki. Einmitt þess vegna ætla ég að horfa á Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, því þó framlag okkar í ár sé kraftglatað og þó ég viti að við munum tapa þá er Eurovision samt fabjúlöss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Saga Garðarsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun
Þegar þessi pistill er skrifaður eiga kosningar til Alþingis 2013 eftir að fara fram. Þegar þú hins vegar lest þessi orð eru þær afstaðnar og ný ríkistjórn yfirvofandi. Mig grunar sterklega, byggt bæði á skoðanakönnunum og reynslu minni af kosningum, að það sé ekki sú ríkistjórn sem ég kaus mér eða óska helst. Sem mér finnst vægast sagt hvimleitt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég upplifi að vera á öndverðum meiði við þorra þjóðarinnar. Ég valdi ekki forsetann okkar, ég botna ekkert í áhangendum Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokksins og mér finnst lagið „Ég á líf“ í skásta falli kvalafullt. Ef ég hins vegar ber skoðanir mínar saman við yfirlýsingar vina minna á internetinu, umræður við fjölskylduborðið og í vinnunni sé ég að ég er hreint ekki ein, sem er ágætis hughreysting. Þannig er ég samdauna nærumhverfi mínu og það mér. En veruleiki minn og minna er ekki allra og skoðanir minna nánustu endurspegla á engan hátt skoðanir eða vilja meirihluta þjóðarinnar. Mitt Ísland vill hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem gilti fyrir hrun í orði og á borði, þráir jöfnuð og réttlátt samfélag, setur náttúruna alltaf ofar tímabundnum efnahagslegum ávinningum og finnst Sigmundur Davíð frekar mikill lúði. Hitt Ísland kýs annað. Þessi gjá veldur því stundum að mér finnst ég ekki eiga neitt sameiginlegt með stórum hluta samlanda minna því snertifletir okkar virðast ekki breiðari en svo að líklega förum við öll að minnsta kosti einu sinni í Kringluna fyrir jólin. Það er þó ekki þar með sagt að ég geti skráð mig úr samfélaginu, dæmt það og fyrirlitið eða kallað eflaust ágætis menn lúða. Þannig batnar ekkert og okkur mun aldrei takast að senda gott lag í Eurovision. Þess í stað ætla ég að fagna því að búa í samfélagi þar sem öndverðar skoðanir fá að þrífast og vona að ákvarðanir á nýju Alþingi muni felast í að komast að bestu mögulegu niðurstöðu. Því samfélag er samtal en ekki keppni í að þröngva sínu fram og stundum verður maður að gefa eftir til að geta verið saman. Þannig breikkar mitt Ísland og hitt Ísland og okkar Ísland stækkar. Ég hef samt enga trú á því að Framsókn geti efnt loforð sín stórslysalaust og ég mun aldrei sætta mig við stóriðjustefnu hennar. En ég er ekki búin að gefa samtalið upp á bátinn. Ég geri meira gagn með afstöðu en sem óvirkur fýlupoki. Einmitt þess vegna ætla ég að horfa á Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, því þó framlag okkar í ár sé kraftglatað og þó ég viti að við munum tapa þá er Eurovision samt fabjúlöss.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun