Passaðu þig! Charlotte Böving skrifar 28. janúar 2013 06:00 Passaðu þig!," kallaði ég á eftir yngstu dóttur minni um daginn, þar sem hún var komin hátt upp í tré úti í garði. „Ég er að passa mig," kallaði hún á móti. „Auðvitað er hún að passa sig," hugsaði ég. „Af hverju ætti hún ekki að passa sig? Hún er einmitt að æfa samhæfingu handa og fóta, svo hún detti ekki niður." Ég hætti að hrópa, en fór til öryggis undir tréð, tilbúin að grípa hana ef hún skyldi missa takið. Þessi tilhneiging, að kalla á eftir krökkunum að þau eigi að passa sig, er raunar mjög algeng meðal foreldra og annars fullorðins fólks þegar börnin róla sér hátt, klifra upp í tré eða ganga jafnvægisgang eftir brún. Allt eru þetta hlutir sem náttúrulegt er fyrir þroska barns að það prófi og æfi sig í: Að finna og upplifa eigin mörk, en líka að uppgötva getu sína og þor. Hvers vegna hrópum við þá „passaðu þig"? Við erum auðvitað hrædd um að barnið detti og meiði sig og það er ábyrgð okkar að koma í veg fyrir slys. En hjálpar eitthvað að garga „PASSAÐU ÞIG!"? Er það ekki bara orðið eitthvert svona sjálfkrafa hróp, sem við hugsum ekki einu sinni út í? Í raun erum við að segja: „Ekki ögra getu þinni, því ég hef ekki fullt traust á því að þú ráðir við það án þess að slasa þig." Getur verið að við með þessu móti sendum okkar eigin kvíða yfir á barnið? Þannig að barnið þarf ekki aðeins að einbeita sér að því að halda jafnvægi og setja fæturna á rétta staði heldur líka að veita yfirfærðum kvíða og vantrausti okkar athygli? Mig langar að enda þennan pistil á stuttu en mikilvægu samtali milli Ronju ræningjadóttur og pabba hennar: „Og varaðu þig að detta ekki í ána," sagði Matthías. „Hvað á ég að gera ef ég dett í ána," spurði Ronja. „Synda," sagði Matthías. „Gott og vel," sagði Ronja. „Og varaðu þig svo að detta ekki niður í Helvítisgjána", sagði Matthías. „Hvað á ég að gera ef ég dett niður í Helvítisgjána," spurði Ronja. „Þá gerir þú ekkert framar," sagði Matthías. „Gott og vel, er það eitthvað annað?" „Já, það veit hamingjan, en þú kemst að því smám saman. Farðu nú." Og næstu daga á eftir gerði Ronja ekkert annað en að vara sig á því sem var hættulegt og æfa sig að vera ekki hrædd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Passaðu þig!," kallaði ég á eftir yngstu dóttur minni um daginn, þar sem hún var komin hátt upp í tré úti í garði. „Ég er að passa mig," kallaði hún á móti. „Auðvitað er hún að passa sig," hugsaði ég. „Af hverju ætti hún ekki að passa sig? Hún er einmitt að æfa samhæfingu handa og fóta, svo hún detti ekki niður." Ég hætti að hrópa, en fór til öryggis undir tréð, tilbúin að grípa hana ef hún skyldi missa takið. Þessi tilhneiging, að kalla á eftir krökkunum að þau eigi að passa sig, er raunar mjög algeng meðal foreldra og annars fullorðins fólks þegar börnin róla sér hátt, klifra upp í tré eða ganga jafnvægisgang eftir brún. Allt eru þetta hlutir sem náttúrulegt er fyrir þroska barns að það prófi og æfi sig í: Að finna og upplifa eigin mörk, en líka að uppgötva getu sína og þor. Hvers vegna hrópum við þá „passaðu þig"? Við erum auðvitað hrædd um að barnið detti og meiði sig og það er ábyrgð okkar að koma í veg fyrir slys. En hjálpar eitthvað að garga „PASSAÐU ÞIG!"? Er það ekki bara orðið eitthvert svona sjálfkrafa hróp, sem við hugsum ekki einu sinni út í? Í raun erum við að segja: „Ekki ögra getu þinni, því ég hef ekki fullt traust á því að þú ráðir við það án þess að slasa þig." Getur verið að við með þessu móti sendum okkar eigin kvíða yfir á barnið? Þannig að barnið þarf ekki aðeins að einbeita sér að því að halda jafnvægi og setja fæturna á rétta staði heldur líka að veita yfirfærðum kvíða og vantrausti okkar athygli? Mig langar að enda þennan pistil á stuttu en mikilvægu samtali milli Ronju ræningjadóttur og pabba hennar: „Og varaðu þig að detta ekki í ána," sagði Matthías. „Hvað á ég að gera ef ég dett í ána," spurði Ronja. „Synda," sagði Matthías. „Gott og vel," sagði Ronja. „Og varaðu þig svo að detta ekki niður í Helvítisgjána", sagði Matthías. „Hvað á ég að gera ef ég dett niður í Helvítisgjána," spurði Ronja. „Þá gerir þú ekkert framar," sagði Matthías. „Gott og vel, er það eitthvað annað?" „Já, það veit hamingjan, en þú kemst að því smám saman. Farðu nú." Og næstu daga á eftir gerði Ronja ekkert annað en að vara sig á því sem var hættulegt og æfa sig að vera ekki hrædd.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun