Handbolti

Arnór með fínan leik í flottum útisigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason fagnar hér einu marka sinna í kvöld.
Arnór Atlason fagnar hér einu marka sinna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts

Arnór Atlason er kominn á fulla ferð eftir hásinarslit og hann skoraði fimm mörk í kvöld þegar Flensburg-Handewitt vann ellefu marka útisigur á TV 1893 Neuhausen, 37-26.

Arnór var með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í leiknum en Holger Glandorf var markahæstur í Flensburg-liðinu með ellefu mörk. Ólafur Gustafsson komst ekki á blað í leiknum.

Flensburg-Handewitt komst aftur upp fyrir Füchse Berlin og í 3. sæti með þessum sigri en liðið er tveimur stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen og á auk þess leik inni á Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans.

Fannar Friðgeirsson og félagar í HSG Wetzlar unnu 36-26 útisigur á TUSEM Essen en Fannar náði ekki að skora í leiknum.  HSG Wetzlar er í 8. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og SC Magdeburg sem er í 7. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×