Alls ekki illa meint Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 Tja, var hann ekki bara að grínast," sagði ég aumingjalega og án allrar sannfæringar. Þetta var afspyrnu lélegt svar, ég vissi það strax en ég hafði bara ekkert annað tiltækt svona í fljótheitum. En jafnvel þó hefði fengið einhvern umhugsunarfrest er ég ekki viss um að ég hefði komið með neitt betra. Dóttir mín var að horfa á teiknimynd þar sem mikið gekk á milli tveggja og hafði önnur persónan greinilega yfirhöndina. Þegar sú virtist hafa komið mótherja sínum algjörlega á kné hlakkaði í henni og fékk hann að heyra það, meðal annars þau orð að hann „grenjaði eins og smástelpa"! Dóttir mín skellihló í fyrstu en varð síðan ögn ráðvillt á svip og spurði mig: „Af hverju sagði hann grenjaði eins og smástelpa?" Hvernig í ósköpunum hefði ég átt að útskýra þetta? Kannski svona? „Jú, sjáðu til, dóttir góð, kallinn í teiknimyndinni var að hæðast að mótherja sínum með þessum orðum því það þykir frekar aumingjalegt að gráta og eins er það, jú, til þess að gera það nokkuð samfélagslega viðurkennt að stelpur eru tja, á ég að segja „aumingjar"?…Allavega er oft gripið til þess að líkja þeim sem á að hæðast að, ef sá hinn sami er karlmaður, við stelpu. Skilurðu?" Ef dóttir mín væri enn eitt spurningarmerki í framan gæti ég tínt til fleiri dæmi: „Jú, sjáðu til, þegar einhver hrópar til dæmis á liðsmann í handboltaliði karla að hann „kasti eins og stelpa" er ekki verið að hrósa honum fyrir frammistöðu hans. Hreint ekki. Ekki heldur ef fótboltamaður er sagður „sparka eins og stelpa". Þá er yfirleitt verið að meina að hann sé mjög lélegur." Nú gætu þessar útskýringar orðið til þess að dóttir mín færi að draga þá ályktun að hún sjálf væri annars flokks, þar sem hún er jú stelpa. Að sjálfkrafa myndi enginn vilja láta líkja sér við hana eða hennar frammistöðu, því það væri hreinlega niðurlæging! Það vil ég auðvitað alls ekki hafa og myndi því kannski segja léttum rómi: „En þú skalt ekki taka þetta beinlínis til þín, dóttir góð. Þetta er bara einhver orðvenja sem tíðkast hefur öldum saman. Það kippa sér fæstir upp við þetta. Fólk er bara að grínast, held ég." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun
Tja, var hann ekki bara að grínast," sagði ég aumingjalega og án allrar sannfæringar. Þetta var afspyrnu lélegt svar, ég vissi það strax en ég hafði bara ekkert annað tiltækt svona í fljótheitum. En jafnvel þó hefði fengið einhvern umhugsunarfrest er ég ekki viss um að ég hefði komið með neitt betra. Dóttir mín var að horfa á teiknimynd þar sem mikið gekk á milli tveggja og hafði önnur persónan greinilega yfirhöndina. Þegar sú virtist hafa komið mótherja sínum algjörlega á kné hlakkaði í henni og fékk hann að heyra það, meðal annars þau orð að hann „grenjaði eins og smástelpa"! Dóttir mín skellihló í fyrstu en varð síðan ögn ráðvillt á svip og spurði mig: „Af hverju sagði hann grenjaði eins og smástelpa?" Hvernig í ósköpunum hefði ég átt að útskýra þetta? Kannski svona? „Jú, sjáðu til, dóttir góð, kallinn í teiknimyndinni var að hæðast að mótherja sínum með þessum orðum því það þykir frekar aumingjalegt að gráta og eins er það, jú, til þess að gera það nokkuð samfélagslega viðurkennt að stelpur eru tja, á ég að segja „aumingjar"?…Allavega er oft gripið til þess að líkja þeim sem á að hæðast að, ef sá hinn sami er karlmaður, við stelpu. Skilurðu?" Ef dóttir mín væri enn eitt spurningarmerki í framan gæti ég tínt til fleiri dæmi: „Jú, sjáðu til, þegar einhver hrópar til dæmis á liðsmann í handboltaliði karla að hann „kasti eins og stelpa" er ekki verið að hrósa honum fyrir frammistöðu hans. Hreint ekki. Ekki heldur ef fótboltamaður er sagður „sparka eins og stelpa". Þá er yfirleitt verið að meina að hann sé mjög lélegur." Nú gætu þessar útskýringar orðið til þess að dóttir mín færi að draga þá ályktun að hún sjálf væri annars flokks, þar sem hún er jú stelpa. Að sjálfkrafa myndi enginn vilja láta líkja sér við hana eða hennar frammistöðu, því það væri hreinlega niðurlæging! Það vil ég auðvitað alls ekki hafa og myndi því kannski segja léttum rómi: „En þú skalt ekki taka þetta beinlínis til þín, dóttir góð. Þetta er bara einhver orðvenja sem tíðkast hefur öldum saman. Það kippa sér fæstir upp við þetta. Fólk er bara að grínast, held ég."
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun