Handbolti

Alfreð tilnefndur sem besti þjálfari heims | Taktu þátt í kjörinu

Alfreð hefur náð ótrúlegum árangri með Kiel.
Alfreð hefur náð ótrúlegum árangri með Kiel. vísir/getty
Íslenskir þjálfarar hafa verið valdir bestu þjálfarar heims síðustu tvö ár í kosningu hjá handboltavefnum Handballplanet. Íslenskur þjálfari getur unnið þriðja árið í röð.

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, var valinn besti þjálfarinn árið 2011 og Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var valinn sá besti í fyrra.

Alfreð er aftur tilnefndur sem besti þjálfarinn í ár. Aðrir sem koma til greina í kjörinu eru Valero Rivera, landsliðsþjálfari Spánar, Bogdan Wenta, þjálfari pólska landsliðsins og Kielce, Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Danmerkur, og Martin Schwalb, þjálfari Evrópumeistara Hamburg.

Það eru bæði handboltaaðdáendur og ellefu manna dómnefnd sem ræður því hver fær útnefninguna.

Hægt er að taka þátt í kjörinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×