Handbolti

Þórir fór á kostum og Kielce komst áfram

Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce komust í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið lagði þá ungverska liðið Pick Szeged, 32-27.

Szeged vann fyrri leikinn, 26-25, og þetta eins marks forskot dugði ekki til fyrir ungverska liðið.

Þórir átti magnaðan leik fyrir Kielce í dag og skoraði 8 mörk. Hann var markahæstur í sínu liði og markahæstur á vellinum ásamt Jonasi Larholm, leikmanni Szeged.

Barcelona er einnig komið áfram í átta liða úrslit eftir sigur, 26-24, á danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg. Barcelona vann einnig fyrri leik liðanna í Danmörku, 32-26.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×