Handbolti

Stöngin út hjá Berlin sem féll úr leik

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir grátlegt tap, 26-27, á heimavelli gegn Atletico Madrid.

Fyrri leik liðnna lyktaði með jafntefli, 29-29, og jafntefli, 27-27, hefði fleytt Berlin áfram í átta liða úrslit.

Gríðarleg spenna var undir lokin. Kiril Lazarov kom Atletico í 26-27 er rúmar 30 sekúndur voru eftir. Berlin átti lokasóknina og gat skorað markið sem myndi koma liðinu áfram.

Dagur tók leikhlé og setti upp lokasókn. Heppnin var ekki með Berlin því lokaskot þeirra fór í stöngina. Munurinn gat ekki verið minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×