Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 12:58 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland fyrir 2 árum. Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira