Handbolti

Alfreð kjörinn besti þjálfari heims

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var í dag kjörinn þjálfari ársins í kosningu sem handboltamiðillinn Handball Planet stóð fyrir.

Þetta er annað árið í röð sem Alfreð hlýtur þessa nafnbót og þriðja árið í röð sem Íslendingur hreppir hana en Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, var valinn sá besti árið 2011.

Valero Rivera, landsliðsþjálfari Spánar, varð annar í kjörinu og þjálfari Þóris Ólafssonar hjá Kielce, Bodgan Wenta, þriðji en hann lék með Alfreð hjá Bidasoa á sínum tíma.

Martin Schwalb, þjálfari Evrópumeistara Hamburg, hreppti fjórða sætið og Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Danmerkur, varð fimmti.

Kjörið fór þannig fram að lesendur vefsins gátu kosið og svo var einnig ellefu manna dómnefnd á vegum síðunnar sem hafði sitt vægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×