„Samkeppnin hefur unnið“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 16:58 Páll Rúnar segir niðurstöðuna sigur fyrir neytendur. Isavia hefur ákveðið að afturkalla kæru á úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna aðgangs að afgreiðslutímum flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Wow Air. Í úrskurði sínum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja ætti aðgang Wow Air að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Samkeppniseftirlitið segir að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum leitt til þess að Icelandair hafi haft forgang að næstum öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum. Isavia hélt því fram þegar úrskurðurinn lá fyrst fyrir að það hefði ekki valdheimildir til að grípa til ráðstafana þeirra sem þeim vart gert að gera, þar sem félagið væri ekki úthlutunaraðili afgreiðslutíma áætlunarflugvéla á Keflavíkurflugvelli. Úthlutunin er framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og taldi Isavia óheimilt að grípa inn í með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið krafðist. Samræming afgreiðslutíma miði að því að tryggja stundvísi og afgreiðslu og taki bæði til flugvalla sem flogið er til og frá hverju sinni. Isavia hefur nú hætt við að áfrýja þessum úrskurði. „Þetta er mikill sigur, fyrst og fremst fyrir neytendur sem munu fá ódýrari ferðir til og frá Íslandi sem og fyrir íslenskt samfélag sem mun hafa af því mikinn hag að fá til landsins fleiri ferðamenn,“ segir Páll Rúnar. Wow Air fékk í úrskurði Samkeppniseftirlitsins úthlutað tveimur brottfarartímum frá Leifsstöð milli klukkan 16 og 17.30 og fjórum brottfarartímum milli klukkan 7 og 8. „Samkeppnin hefur unnið,“ segir Páll um þessi málalok.Vefsíðan Túristi sendi fyrirspurn um málið til Isavia sem svaraði síðunni og sagði að „á háannatíma næsta árs verði ekki næg flugvélastæði við flugstöðina á stuttu tímabili dagsins. Eldri afgreiðslutímar halda sér í samræmi við áunninn sögulegan rétt. Afgreiðslu nýrra fluga er skipað beggja vegna háannatíma eftir því sem best hentar að mati samræmingarstjóra.“Uppfært: Isavia hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar:Tæknileg leiðrétting frá Isavia - Lögmaður WOW of fljótur á sér. Isavia áfríaði úrskurði samkeppniseftirlitsins til úrskurðarnefndar samkeppnismála 12. þ.m. með ósk um frestun réttaráhrifa á meðan efnisleg kæra væri í vinnslu. Það er sú kæra sem dregin hefur verið til baka vegna þess að ný efnisleg kæra verður lögð fram við úrskurðarnefnd á morgun. Vegna efnistaka í frétt á visir.is í kvöld þar sem lögmaður WOW Air fór með rangar fullyrðingar um að Isavia hefði fallið frá efnislegri áfrýjun eru eftirfarandi skýring sem Isavia gaf út í kjölfar úrskurðar samkeppniseftirlitsins: „Isavia hefur borist úrskurður Samkeppniseftirlitsins vegna samræmdrar úthlutunar afgreiðslutíma flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Ekki hefur gefist tími til þess að rýna úrskurðinn í heild en samantekt á niðurstöðum benda til þess að félaginu sé ætlað að grípa til ráðstafana sem það telur sig ekki hafa valdheimildir til. Isavia er ekki úthlutunaraðili afgreiðslutíma áætlunarflugvéla á Keflavíkurflugvelli heldur fer úthlutunin fram í samræmi við reglur evrópska efnahagssvæðisins sem teknar voru upp hér á landi árið 2006. Úthlutunin er framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og telur Isavia óheimilt að grípa inn í með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið krefst. Mun Isavia væntanlega áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Samræming afgreiðslutíma miðar að því að tryggja stundvísi og hindra tafir við afgreiðslu og tekur bæði til flugvalla sem flogið er til og frá hverju sinni. Samræming er viðhöfð þar sem afköstum flugvalla- eða flugstöðvamannvirkja eru takmörk sett en gert er ráð fyrir að jafnæðis sé gætt eftir skilgreindum reglum sem miða m.a. að því að nýliðun megi verða með skilgreindum hætti án þess að hallað sé á aðila sem fyrir eru. Úthlutun hefur þegar farið fram fyrir sumarið 2014. Á Keflavíkurflugvelli eru afköst takmörkuð í stuttan tíma að morgni og síðdegis vegna takmarkaðs fjölda flugvélastæða við flugstöðina. Fjölgun stæða krefst verulegrar stækkunar á flugstöðinni sem nú er í undirbúningi.“ Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Isavia hefur ákveðið að afturkalla kæru á úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna aðgangs að afgreiðslutímum flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Wow Air. Í úrskurði sínum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja ætti aðgang Wow Air að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Samkeppniseftirlitið segir að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum leitt til þess að Icelandair hafi haft forgang að næstum öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum. Isavia hélt því fram þegar úrskurðurinn lá fyrst fyrir að það hefði ekki valdheimildir til að grípa til ráðstafana þeirra sem þeim vart gert að gera, þar sem félagið væri ekki úthlutunaraðili afgreiðslutíma áætlunarflugvéla á Keflavíkurflugvelli. Úthlutunin er framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og taldi Isavia óheimilt að grípa inn í með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið krafðist. Samræming afgreiðslutíma miði að því að tryggja stundvísi og afgreiðslu og taki bæði til flugvalla sem flogið er til og frá hverju sinni. Isavia hefur nú hætt við að áfrýja þessum úrskurði. „Þetta er mikill sigur, fyrst og fremst fyrir neytendur sem munu fá ódýrari ferðir til og frá Íslandi sem og fyrir íslenskt samfélag sem mun hafa af því mikinn hag að fá til landsins fleiri ferðamenn,“ segir Páll Rúnar. Wow Air fékk í úrskurði Samkeppniseftirlitsins úthlutað tveimur brottfarartímum frá Leifsstöð milli klukkan 16 og 17.30 og fjórum brottfarartímum milli klukkan 7 og 8. „Samkeppnin hefur unnið,“ segir Páll um þessi málalok.Vefsíðan Túristi sendi fyrirspurn um málið til Isavia sem svaraði síðunni og sagði að „á háannatíma næsta árs verði ekki næg flugvélastæði við flugstöðina á stuttu tímabili dagsins. Eldri afgreiðslutímar halda sér í samræmi við áunninn sögulegan rétt. Afgreiðslu nýrra fluga er skipað beggja vegna háannatíma eftir því sem best hentar að mati samræmingarstjóra.“Uppfært: Isavia hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar:Tæknileg leiðrétting frá Isavia - Lögmaður WOW of fljótur á sér. Isavia áfríaði úrskurði samkeppniseftirlitsins til úrskurðarnefndar samkeppnismála 12. þ.m. með ósk um frestun réttaráhrifa á meðan efnisleg kæra væri í vinnslu. Það er sú kæra sem dregin hefur verið til baka vegna þess að ný efnisleg kæra verður lögð fram við úrskurðarnefnd á morgun. Vegna efnistaka í frétt á visir.is í kvöld þar sem lögmaður WOW Air fór með rangar fullyrðingar um að Isavia hefði fallið frá efnislegri áfrýjun eru eftirfarandi skýring sem Isavia gaf út í kjölfar úrskurðar samkeppniseftirlitsins: „Isavia hefur borist úrskurður Samkeppniseftirlitsins vegna samræmdrar úthlutunar afgreiðslutíma flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Ekki hefur gefist tími til þess að rýna úrskurðinn í heild en samantekt á niðurstöðum benda til þess að félaginu sé ætlað að grípa til ráðstafana sem það telur sig ekki hafa valdheimildir til. Isavia er ekki úthlutunaraðili afgreiðslutíma áætlunarflugvéla á Keflavíkurflugvelli heldur fer úthlutunin fram í samræmi við reglur evrópska efnahagssvæðisins sem teknar voru upp hér á landi árið 2006. Úthlutunin er framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og telur Isavia óheimilt að grípa inn í með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið krefst. Mun Isavia væntanlega áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Samræming afgreiðslutíma miðar að því að tryggja stundvísi og hindra tafir við afgreiðslu og tekur bæði til flugvalla sem flogið er til og frá hverju sinni. Samræming er viðhöfð þar sem afköstum flugvalla- eða flugstöðvamannvirkja eru takmörk sett en gert er ráð fyrir að jafnæðis sé gætt eftir skilgreindum reglum sem miða m.a. að því að nýliðun megi verða með skilgreindum hætti án þess að hallað sé á aðila sem fyrir eru. Úthlutun hefur þegar farið fram fyrir sumarið 2014. Á Keflavíkurflugvelli eru afköst takmörkuð í stuttan tíma að morgni og síðdegis vegna takmarkaðs fjölda flugvélastæða við flugstöðina. Fjölgun stæða krefst verulegrar stækkunar á flugstöðinni sem nú er í undirbúningi.“
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira