Nessvæðið í Laxá í Aðaldal til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 6. nóvember 2013 15:50 Mynd af www.hreggnasi.is Það eru nánast fréttir daglega um breytingar á leigumálum laxveiðiánna þessa dagana og í dag er það ljóst að nýr leigutaki tekur við svæðinu kenndu við Nes. Hreggnasi hefur innan sinna banda Laxá í Kjós, Grímsá, Korpu, Svalbarðsá, Fossá og núna hefur Nessvæðið bæst í hópinn. Í fréttatilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi hefur tryggt sér veiðirétt að stórum hluta á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Samningur þess efnis var undirritaður í dag, og tekur gildi strax fyrir sumarið 2014. Um er að ræða alla stangardaga síðari hluta sumars á þessu mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Með þessu er Hreggnasi að tryggja aðkomu viðskiptavina sinna að Nesveiðum. Ljóst er að miðbik sumarsins mun allt fara á erlendan markað og að framboð veiðileyfa á innanlandsmarkaði mun verða mun minna en undanfarin ár. Veiðisvæðin kennd við Nes, Árnes, Tjörn, Knútsstaði, Ytra-Fjall og Hólmavað eru sem áður segir einhver mestu stórlaxasvæðin hérlendis. Því til staðfestingar má benda á að nokkrir af allra stærstu löxum nýliðins veiðitímabils fengust á ofangreindum veiðisvæðum". Nesið var áður hjá SVFR. Stangveiði Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Metopnun í Hölkná Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði
Það eru nánast fréttir daglega um breytingar á leigumálum laxveiðiánna þessa dagana og í dag er það ljóst að nýr leigutaki tekur við svæðinu kenndu við Nes. Hreggnasi hefur innan sinna banda Laxá í Kjós, Grímsá, Korpu, Svalbarðsá, Fossá og núna hefur Nessvæðið bæst í hópinn. Í fréttatilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi hefur tryggt sér veiðirétt að stórum hluta á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Samningur þess efnis var undirritaður í dag, og tekur gildi strax fyrir sumarið 2014. Um er að ræða alla stangardaga síðari hluta sumars á þessu mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Með þessu er Hreggnasi að tryggja aðkomu viðskiptavina sinna að Nesveiðum. Ljóst er að miðbik sumarsins mun allt fara á erlendan markað og að framboð veiðileyfa á innanlandsmarkaði mun verða mun minna en undanfarin ár. Veiðisvæðin kennd við Nes, Árnes, Tjörn, Knútsstaði, Ytra-Fjall og Hólmavað eru sem áður segir einhver mestu stórlaxasvæðin hérlendis. Því til staðfestingar má benda á að nokkrir af allra stærstu löxum nýliðins veiðitímabils fengust á ofangreindum veiðisvæðum". Nesið var áður hjá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Metopnun í Hölkná Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði