Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar til heiðurs Black Sabbath. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík.
Efniviður tónleikana er fenginn að meirihluta úr lagasarpi sveitarinnar sem að Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá.
Heiðurssveitina skipa:
Söngur - Jens Ólafsson (Brain Police)
Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock)
Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM)
Trommur – Hallur Ingólfsson (XIII / Skepna)
Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson og forsala fyrir Gamla Gaukinn er á miðakaup.is.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af Black Sabbath flytja smellinn Paranoid á tónleikum í París árið 1970.