Harmageddon

Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík

Frosti Logason skrifar
Strengjafræði, skammtafræði og afstæðiskenningin. Þetta er allt saman djúsí stöff.
Strengjafræði, skammtafræði og afstæðiskenningin. Þetta er allt saman djúsí stöff.
Harmageddon veitti því athygli að bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Dr. David Gross mun halda fyrirlestur í Reykjavík á morgun.David er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Nokkur spenna ríkir á meðal vísindanörda fyrir viðburðinum sem sagður er vera sannkallaður hvalreki fyrir áhugasama.

„Þetta er ótrúlega spennandi af því að þarna er verið að ræða um alheiminn okkar í smæsta mögulega skala. Við erum að tala um grunngerð alheimsins eins og hann leggur sig, grundvöllinn að öllu efni sem er í kringum okkur,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og sérstakur tengiliður Harmageddon inn í hinn margslungna heim vísinda og þekkingar.Sævar segir fólk vera sérlega áhugasamt um þennan fyrirlestur þar sem að þarna verði til umfjöllunar rannsóknir sem kalla má þær heitustu í vísindaheimium í dag. Rannsóknir sem snúa að stóra sterkeindahraðlinum í Sviss (e. Large Hadron Collider) sem allir eru að tala um og leit vísindamanna að Higgs bóseindinni.„Svo er annað sem er spennandi í þesu líka, það er strengjafræðin (e. String Theory) sem sumir vísindamenn telja að gæti samþætt skammtafræðina og afstæðiskenninguna, tvær megin stoðir nútíma eðlisfræði. Þetta er allt þetta helsta og það sem er mest spennandi í þessum geira í dag. Maður fer ekki að missa af þessu,“ segir Sævar spenntur að lokum.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands á morgun, þriðjudaginn 10. september, klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt viðtal við David Gross frá árinu 2009.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.