Mesta erlenda fjárfestingin eftir hrun Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2013 11:44 Blaðamannafundurinn er nú yfirstandandi í Hörpu en meðal viðstaddra er Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Kjartan Hreinn Njálsson Kanadíska fyrirtækið Methanex tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu um 600 milljóna fjárfestingu í íslenska eldsneytisfyrirtækinu Carbon Reycling International sem rekur fyrstu verksmiðju sinnar tegundar sem framleiðir endurnýjanlegt metanól úr útblæstri, vatni og raforku. Methanex leggur til nýtt hlutafé að verðmæti 5 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 600 milljónir íslenskra króna, og áformar jafnframt aukna fjárfestingu til að styðja áframhaldandi vöxt CRI. Um er að ræða mestu erlendu fjárfestingu hér á landi eftir hrun. Methanex verður einn af stærstu hluthöfum CRI og tekur fulltrúi fyrirtækisinins sæti í stjórn CRI. „Við erum mjög stolt af því að fjárfesta í CRI, sem er leiðandi á sviði framleiðslu endurnýjanlegs metanóls og að geta gert fyrirtækinu kleyft að vaxa enn hraðar,“ segir John Floren, forstjóri Methanex. Og heldur áfram: „Örasti vöxtur í spurn eftir metanóli á heimsmarkaði er til eldsneytisnota. Við teljum að endurnýjanlegt metanól muni knýja frekari vöxt á þeim markaði. CRI teymið hefur þegar þróað nýja tækni, starfrækir verksmiðju og markaðssetur metanól með góðum árangri. Þessi árangur undirstrikar verðmæti þessarar fjárfestingar.“ „Það er okkur mikil ánægja að fá Methanex í hóp hluthafa, með sæti í stjórn CRI. Methanex er leiðandi afl í þessum iðnaði, hvort heldur horft er til framleiðslu, sölu eða markaðsstarfs. Nú hyggjum við á aukna markaðssókn fyrir metanól sem eldsneyti og því er mikill styrkur af samstarfinu við Methanex,“ sagði K-C Tran, forstjóri CRI. „Við höfum einstaka reynslu af því að byggja og reka fyrstu verksmiðju sem nýtir útblástur gróðurhúsalofttegunda til framleiðslu á fljótandi eldsneyti. Þar sem spurn á heimsmarkaði fer vaxandi eftir eldsneyti sem leiðir til umtalsverðs samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, er CRI í ákjósanlegri stöðu til að leggja grunn að aukinni framleiðslugetu á Íslandi. Með þessari fjárfestingu hefur Methanex sýnt fram á verðmæti þeirrar þekkingar sem við höfum aflað og gerir þessi stuðningur okkur kleyft að hraða vexti fyrirtækisins.“ CRI framleiðir og selur endurnýjanlegt metanól á Íslandi og víðar í Evrópu, undir vörumerkinu Vulcanol. Vulcanoli er blandað í bensín eða notað við framleiðslu á öðru eldsneyti, þar á meðal lífdísil. Verksmiðja CRI hefur verið vottuð af stofnuninni International Sustainability and Carbon Certifcation system (ISCC) og telst Vulcanol endurnýjanlegt og sjálfbært eldsneyti sem skilar lágmarks sótspori við framleiðslu og notkun, án áhrifa á lífríki og umhverfi. Í tilkynningu kemur fram að Methanex og CRI hyggja á nánara samstarf um að reisa stærri eldsneytisverksmiðjur hér á landi með tækni CRI, sem nýta munu innlenda raforku og endurvinna koltvísýring. Til stendur að nýta sérhæfingu Methanex á sviði framleiðslu, dreifingu og sölu metanóls um allan heim og þekkingu CRI á sviði sjálfbærrar framleiðslu og markaðssetningar endurnýjanlegs eldsneytis. Fyrirtækin telja mikið sóknarfæri á markaði fyrir eldsneyti blandað metanóli í Evrópu. Methanex er skráð kanadískt almenningshlutafélag með höfuðstöðvar í Vancouver og er stærsti seljandi metanóls í heiminum. Hlutabréf Methanex eru skráð í kauphöllinni í Toronto undir heitinu „MX“ og á NASDAQ markaðnum í Bandaríkjunum undir heitinu „MEOH.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Methanex tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu um 600 milljóna fjárfestingu í íslenska eldsneytisfyrirtækinu Carbon Reycling International sem rekur fyrstu verksmiðju sinnar tegundar sem framleiðir endurnýjanlegt metanól úr útblæstri, vatni og raforku. Methanex leggur til nýtt hlutafé að verðmæti 5 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 600 milljónir íslenskra króna, og áformar jafnframt aukna fjárfestingu til að styðja áframhaldandi vöxt CRI. Um er að ræða mestu erlendu fjárfestingu hér á landi eftir hrun. Methanex verður einn af stærstu hluthöfum CRI og tekur fulltrúi fyrirtækisinins sæti í stjórn CRI. „Við erum mjög stolt af því að fjárfesta í CRI, sem er leiðandi á sviði framleiðslu endurnýjanlegs metanóls og að geta gert fyrirtækinu kleyft að vaxa enn hraðar,“ segir John Floren, forstjóri Methanex. Og heldur áfram: „Örasti vöxtur í spurn eftir metanóli á heimsmarkaði er til eldsneytisnota. Við teljum að endurnýjanlegt metanól muni knýja frekari vöxt á þeim markaði. CRI teymið hefur þegar þróað nýja tækni, starfrækir verksmiðju og markaðssetur metanól með góðum árangri. Þessi árangur undirstrikar verðmæti þessarar fjárfestingar.“ „Það er okkur mikil ánægja að fá Methanex í hóp hluthafa, með sæti í stjórn CRI. Methanex er leiðandi afl í þessum iðnaði, hvort heldur horft er til framleiðslu, sölu eða markaðsstarfs. Nú hyggjum við á aukna markaðssókn fyrir metanól sem eldsneyti og því er mikill styrkur af samstarfinu við Methanex,“ sagði K-C Tran, forstjóri CRI. „Við höfum einstaka reynslu af því að byggja og reka fyrstu verksmiðju sem nýtir útblástur gróðurhúsalofttegunda til framleiðslu á fljótandi eldsneyti. Þar sem spurn á heimsmarkaði fer vaxandi eftir eldsneyti sem leiðir til umtalsverðs samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, er CRI í ákjósanlegri stöðu til að leggja grunn að aukinni framleiðslugetu á Íslandi. Með þessari fjárfestingu hefur Methanex sýnt fram á verðmæti þeirrar þekkingar sem við höfum aflað og gerir þessi stuðningur okkur kleyft að hraða vexti fyrirtækisins.“ CRI framleiðir og selur endurnýjanlegt metanól á Íslandi og víðar í Evrópu, undir vörumerkinu Vulcanol. Vulcanoli er blandað í bensín eða notað við framleiðslu á öðru eldsneyti, þar á meðal lífdísil. Verksmiðja CRI hefur verið vottuð af stofnuninni International Sustainability and Carbon Certifcation system (ISCC) og telst Vulcanol endurnýjanlegt og sjálfbært eldsneyti sem skilar lágmarks sótspori við framleiðslu og notkun, án áhrifa á lífríki og umhverfi. Í tilkynningu kemur fram að Methanex og CRI hyggja á nánara samstarf um að reisa stærri eldsneytisverksmiðjur hér á landi með tækni CRI, sem nýta munu innlenda raforku og endurvinna koltvísýring. Til stendur að nýta sérhæfingu Methanex á sviði framleiðslu, dreifingu og sölu metanóls um allan heim og þekkingu CRI á sviði sjálfbærrar framleiðslu og markaðssetningar endurnýjanlegs eldsneytis. Fyrirtækin telja mikið sóknarfæri á markaði fyrir eldsneyti blandað metanóli í Evrópu. Methanex er skráð kanadískt almenningshlutafélag með höfuðstöðvar í Vancouver og er stærsti seljandi metanóls í heiminum. Hlutabréf Methanex eru skráð í kauphöllinni í Toronto undir heitinu „MX“ og á NASDAQ markaðnum í Bandaríkjunum undir heitinu „MEOH.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira