Myndir frá fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Trausti Hafliðason skrifar 25. apríl 2013 18:35 Í skjóli vestan við brúna, sem aðskilur Elliðavatn og Helluvatn, voru nokkrir útlendingar við veiðar. Þeir sögðust hafa séð þónokkuð af fiski en ekki fengið neitt. Mynd / Trausti Hafliðason Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiðivísir kíkti upp í Elliðavatn laust eftir hádegi og voru þá um 20 vel klæddir veiðimenn með stangirnar úti. Hitinn var um 2 gráður og um tíma snjóaði lítillega en samt tókst veiðimönnum að setja í nokkra silunga. Líkt og í flestum vötnum er aflinn ekki skráður í Elliðavatni en Veiðivísir veit af veiðimönnum sem veiddu urriða á Þingnesi, Engjunum og í álnum fyrir framan Elliðavatnsbæinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiðivísir kíkti upp í Elliðavatn laust eftir hádegi og voru þá um 20 vel klæddir veiðimenn með stangirnar úti. Hitinn var um 2 gráður og um tíma snjóaði lítillega en samt tókst veiðimönnum að setja í nokkra silunga. Líkt og í flestum vötnum er aflinn ekki skráður í Elliðavatni en Veiðivísir veit af veiðimönnum sem veiddu urriða á Þingnesi, Engjunum og í álnum fyrir framan Elliðavatnsbæinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði