Viðskipti innlent

Framtakssjóðurinn seldi allan hlut sinn í Vodafone

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framtakssjóður Íslands seldi í dag allan hlut sinn í Voice ehf. sem rekur Vodafone. Hluturinn er tæp 20% af öllu hlutafé í Voice og nemur markaðsvirði hans um 2,3 milljörðum króna. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti 8% hlut, eftir því sem fram kemur í tilkynningum til Kauphallarinnar. Sá lífeyrissjóður á nú 12,49% í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×