Handbolti

Wetzlar glutraði niður góðu forskoti

Fannar Friðgeirsson.
Fannar Friðgeirsson.
Íslendingaliðið Wetzlar gerði jafntefli, 29-29, gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Staðan í hálfleik var 11-16 fyrir Wetzlar en liðið missti niður þetta góða forskot í seinni hálfleik.

Kári Kristján Kristjánsson gat ekki leikið með Wetzlar vegna veikinda en Fannar Þór Friðgeirsson spilaði með liðinu og skoraði tvö mörk.

Wetzlar er í níunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×