Fjögurra ára að æfa fluguköst 25. mars 2013 13:28 Það var líf í Laugardalnum í gær. Hér sýnir Örvar Daði syni sínum Ara Lár hvernig kasta eigi flugu. Mynd / Stefán Hann Ari Lár Örvarsson, sem er fjögurra ára, æfði fluguköst af mikilli íþrótt í Laugardalnum í gær ásamt föður sínum Örvari Daða Marinóssyni. Örvar Daði segir að mikið standi til og því hafi kennslan verið nauðsynleg. „Við erum að fara með átta og níu ára gutta, syni okkar, norður í land til að opna Arnarvatnsá og Helluvatnsá. Við vorum að nota blíðuna til að kenna handtökin, því í ánum er bara veitt á flugu," segir Örvar. „Sá litli fylgdi með og heimtaði að fá að kasta líka. En það er auðvitað aldrei of snemmt að byrja." Búið er að fara með guttana í veiðibúðir til að velja vænlegar flugur, leynivopn. „Dýrbítur varð fyrir valinu. Þetta verður ævintýri hjá þeim því árnar geta gefið ævintýralega urriðaveiði, sérstaklega svona snemma," segir Örvar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Hann Ari Lár Örvarsson, sem er fjögurra ára, æfði fluguköst af mikilli íþrótt í Laugardalnum í gær ásamt föður sínum Örvari Daða Marinóssyni. Örvar Daði segir að mikið standi til og því hafi kennslan verið nauðsynleg. „Við erum að fara með átta og níu ára gutta, syni okkar, norður í land til að opna Arnarvatnsá og Helluvatnsá. Við vorum að nota blíðuna til að kenna handtökin, því í ánum er bara veitt á flugu," segir Örvar. „Sá litli fylgdi með og heimtaði að fá að kasta líka. En það er auðvitað aldrei of snemmt að byrja." Búið er að fara með guttana í veiðibúðir til að velja vænlegar flugur, leynivopn. „Dýrbítur varð fyrir valinu. Þetta verður ævintýri hjá þeim því árnar geta gefið ævintýralega urriðaveiði, sérstaklega svona snemma," segir Örvar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði