Handbolti

Íslendingaliðin mætast í EHF-bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýsku liðin Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen mætast í átta liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta en dregið var í Vín í dag en Íslendingar eru að spila með báðum þessum liðum.

Guðmundur Guðmundsson þjálfar lið Rhein-Neckar Löwen og með liðinu spila þeir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson spilar síðan með Magdeburg.

Rhein-Neckar Löwen er eins og er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir á toppliði Kiel en Magdeburg er í sjöunda sætinu. Rhein-Neckar Löwen vann 34-33 sigur í leik liðanna í desember.

Nantes, lið Gunnars Steins Jónssonar, situr hjá í átta liða úrslitunum þar sem liðið er gestgjafinn á úrslitahelginni.

8 liða úrslit EHF-bikarsins 2012-2013:

KIF Kolding - Team Tvis Holstebro

Maribor Branik - Frisch Auf Göppingen

Magdeburg - Rhein-Neckar Löwen

Nantes situr hjá.

Fyrri leikirnir fara fram 20. til 21. apríl en seinni leikirnir helgina á eftir eða 27. til 28. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×