Viðskipti innlent

Styrkja hönnuð á RFF um hálfa milljón

Einn hönnuðanna sem tekur þátt í RFF hlýtur styrkinn frá DHL,
Einn hönnuðanna sem tekur þátt í RFF hlýtur styrkinn frá DHL,
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival, RFF, hefst á fimmtudag og nær hápunkti með stórri sýningu í Hörpu á laugardag. Nokkrir af fremstu fatahönnuðum þjóðarinnar taka þátt á hátíðinni og sýna nýjustu línur sínar. Nýlega ákvað flutningsfyrirtækið DHL að ganga til samstarfs við hátíðina. DHL starfar í fjölmörgum löndum og hefur verið með starfsemi hérlendis frá árinu 1982. Víða um heim er fyrirtækið samstarfsaðili tískuvika enda nýta fataframleiðendur og hönnuðir í öllum heimshornum sér flutningsnet þess. "Hönnun og fataframleiðsla er ein af uppgangsgreinum Íslands. Mikið er til af ungum og efnilegum hönnuðum hér á landi, sem margir hverjir hafa metnað til að koma sér á framfæri erlendis. Slíkt getur þó verið flókið ferli og eitt af verkefnunum því tengt eru flutningsmálin. DHL á Íslandi ætlar að létta undir með ungum og efnilegum fatahönnuði og styrkja í samstarfi við RFF. DHL mun veita viðkomandi ráðgjöf um flutnings- og tollamál og styrkja með inneign í formi flutnings að upphæð hálfri milljón króna. Þannig getur viðkomandi fatahönnuður einbeitt sér að sinni hönnun. Flutningsmálin eru í höndum fagmanna," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tilkynnt verður hvaða þátttakandi RFF fær styrkinn við hátíðlega athöfn á opnunarhófi á fimmtudag. Þeir hönnuðir sem sýna á hátíðinni eru Andersen & Lauth, REY, Huginn Muninn, Farmers Market, JÖR by Guðmundur Jörundsson, ELLA og Mundi með 66° Norður.
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×