Handbolti

Aðalsteinn hafði betur í glímunni gegn Rúnari

Hannes Jón stóð sig vel í kvöld.
Hannes Jón stóð sig vel í kvöld.
Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem vann fínan sigur, 18-20, á liði Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, í kvöld. Lítið var skorað í leiknum og staðan í hálfleik 7-8.

Þetta var afar mikilvægur sigur hjá liði Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar sem styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku B-deildarinnar.

Aue er aftur á móti í 14. sæti deildarinnar. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue í kvöld líkt og venjulega.

Eisenach er með sama stigafjölda og liðið í öðru sæti, Bergischer, en fjórum stigum á eftir toppliði Emsdetten.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×