Boullier: Räikkönen í sínu besta formi Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 18:45 Räikkönen í góðum hópi á verðlaunapallinum í Ástralíu um helgina. nordicphotos/afp Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi. Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi.
Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira