Handbolti

HM 2013 | Róbert ekki með gegn Síle

Kári Kristján í leiknum gegn Rússum í gær.
Kári Kristján í leiknum gegn Rússum í gær. Mynd/Vilhelm
Það hefur nú verið staðfest að línumaðurinn Róbert Gunnarsson muni ekki spila með Íslandi gegn Síle á HM í handbolta í dag.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, staðfesti þetta við fréttastofu í morgun en Róbert meiddist snemma í tapleiknum gegn Rússlandi í gær.

Kári Kristján Kristjánsson átti góða innkomu af bekknum og skoraði þrjú mörk í leiknum. Hann verður því í aðalhlutverki á línu íslenska liðsins í dag.

Leikurinn við Síle hefst klukkan 14.45 og verður lýst beint á Stöð 2 Sport í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×